Fréttir

Undirr6.jpg

fimmtudagur, 14. nóvember 2019

Kjarasamningur við sveitarfélög undirritaður

Í gær, 13. nóvember 2019, undirrituðu iðnaðarmannafélögin kjarasamninga við Samband sveitarfélaga.Samningarnir kveða á um hækkanir í takt við aðra samninga á vinnumarkaði.Vegna reglna um að takmarka eigi mismunun starfsmanna eftir aldri, fá allir starfsmenn sveitarfélaga 30 daga orlof óháð aldri eða starfsaldri.

Eldra efni

Áhugavert

Gildi-logo.png

miðvikudagur, 13. nóvember 2019

Opinn fundur fyrir sjóðfélaga og fulltrúaráð Gildis

Sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur Gildis árið 2019 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.00 Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis     Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis Samspil ellilífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða     Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ Nýtt fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs     Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur Gildis Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi.

Eldra efni

Pistlar

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 15. nóvember 2019

Föstudagspistill formanns 15. nóvember 2019

Síðasta vika var aðeins rólegri hvað beinar kjarasamningaviðræður varðar en síðustu vikur. Það var þó fundað í deilunni við ÍSAL, og með Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga, sem endaði með undirritun á kjarasamningi á miðvikudagskvöld.

Eldra efni

Námskeið frá Iðunni

Rafmagnsfræði

16. desember 2019

Að loknu þessu námskeiði þekkir þú grunnatriði rafmagnsfræðinnar ásamt framleiðslu- og flutningsferlum raforku, helstu öryggisatriði varðandi rafleiðara og muninn á milli jafnstraums og riðstraums, einfasa og þriggja fasa rafmagns, lekaliða og öryggja. Einnig verður farið í segulliða, spenna og afriðla, undirstöðuatriði í virkni iðntölva (PLC) og rafmagnsteikningar. Með þessa þekkingu að vopni geturðu notað fjölsviðsmæli (AVO), mælt spennu og einangrað leiðara með því að slá út í töflu og læsa öryggjum til að einangra vélar fyrir viðgerðir og áttar þig á fyrirkomulagi íhluta í rofa- og tengiskápum. Einnig muntu geta, gert við framlengingarsnúrur, ljósahunda, fjöltengi og sinnt rafgeymum, lesið kraft- og stýrirásateikninga og forritað einfaldar iðntölvur (PLC).

Ál og álsuða

03. febrúar 2020

Efniseiginleikar áls eru mjög frábrugðnir öðrum málmum og suða einnig. Farið er yfir efnisfræði áls og eiginleika. Fjallað um suðuaðferðir, prófanir og ýmsa samsetningar möguleika. Farið er í meðhöndlun efnis, hreinsun, undirbúning suðu og suðugæði. Í verklega hlutanum er soðið með TIG og MIG-suðuaðferðum.

Iðntölvustýringar

27. apríl 2020

Að loknu þessu námskeiði þekkir þú uppbyggingu iðntölvunnar og virkni, táknmyndir, örgjörva, innganga, útganga, tengingu við loka, skynjara, teljara og rofa, grunnhugtök forritunarmáls og „ladder-forritun“. Með þessa þekkingu að vopni getur þú sett upp og tengt iðntölvu við loka, skynjara, teljara og rofa, forritað iðntölvu með „ladder-forritun“ og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og áttað þig á algengum bilunum.