Fréttir

veiðikortið_2023.jpg

fimmtudagur, 8. desember 2022

Veiðikortið 2023 komið í sölu

Athygli er vakin á því að nú er hægt að kaupa Veiðikortið fyrir næsta ár. Kortið er til sölu á orlofsvefnum. Veiðikortið veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 37 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Glæsileg handbók fylgir hverju seldu korti þar sem finna má leiðbeiningar og reglur.

Eldra efni

Áhugavert

Gildi-logo.png

þriðjudagur, 6. desember 2022

Sjóðfélagafundur Gildis 15. desember 2022

Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. desember klukkan 17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: Staða og starfsemi sjóðsins á árinu 2022 Breytingar á samþykktum sjóðsins - staðan Breytingar á lögum um lífeyrissjóði um næstu áramót - kynning Sjóðfélagar eru hvattir til að taka mæta og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins.

Eldra efni

Pistlar

svigrúm1.jpg

föstudagur, 18. nóvember 2022

Lítið sem ekkert til skiptanna?

Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. að samningafloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, VM, RSÍ og Samiðn Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í vikunni kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda.

Eldra efni