Fræðsla

Vakin er athygli á fræðslusjóði félagsins. Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald í a.m.k. í 6 mánuði á undanförnum 9 mánuðum eiga rétt á styrk úr fræðslusjóði í samræmi við eftirfarandi:

• Grunnréttur ásamt uppsöfnuðum rétti getur aldrei orðið hærri en 225.000 kr.
• Styrkir eru veittir til hvers kyns frístunda- og fagnáms
• Réttur til styrkja fellur niður ef greiðslu félagsgjalds er hætt, nema að það sé vegna launamissis í námi eða vegna veikinda, slysa, sérstakra fría eða atvinnuleysis.

Áunninn réttur helst í 3 ár eftir að félagsmaður er hættur störfum vegna aldurs eða örorku.

Nánari upplýsingar um fræðslusjóð má finna hér.