Styrkir úr sjúkrasjóði

Styrktar- og sjúkrasjóður félagsins veitir greiðandi félagsmönnum margvíslega styrki.

Sótt er um styrki á “Mínum síðum” eða með því að skila umsóknum á skrifstofu Fagfélaganna á Stórhöfða 29-31.

Styrkir úr sjúkrasjóði eru greiddir mánaðarlega, síðasta virka dag mánaðar.  Umsóknir þurfa að hafa borist sjóðnum fyrir 20. dag hvers mánaðar.  Í desember þurfa umsóknir að berast í síðasta lagi 12. dag mánaðarins.

Vinsamlega athugið að notkun tölvupósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem sendar eru með þeim hætti.

VM.polska.styrkir

VM.english.styrkir

Sjúkrasjóður – styrkir

Upphæð sjúkradagpeninga miðast við 90% af meðaltali heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af síðustu 6 mánuði fyrir veikindi, slys eða launatap vegna umönnunar, að hámarki kr. 1.085.000. Heimilt er að miða við 12 mánaða tímabil hafi tekjur sjóðfélaga breyst verulega til hækkunar eða lækkunar á tímabilinu.

  • Sjúkradagpeningar frá Sjúkratryggingum Íslands koma til viðbótar greiðslu úr sjúkrasjóði.
  • Missi sjóðfélagi atvinnuleysisbætur vegna veikinda á hann rétt á sjúkradagpeningum úr sjúkrasjóði.
  • Sjúkradagpeningar vegna launataps sjóðfélaga eru greiddir í allt að 150 daga eða í 5 mánuði á hverju 12 mánaða tímabili. (Tók gildi 14.09.18)
  • Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum barna og maka greiðast að hámarki í 90 daga að loknum greiðslum skv. ákvæðum kjarasamninga.
  • Heimilt er að greiða dagpeninga vegna meðferðar við áfengis- og/eða fíkniefnasýki í sama dagafjölda og meðferð stendur yfir. Fjöldi meðferða sem greitt er fyrir geta ekki orðið fleiri en tvær á hverju fimm ára tímabili.
  • Samanlagður fjöldi daga sbr. ofangreint getur þó ekki verið meiri en 150 dagar á 12 mánaða tímabili. Hafi réttur verið fullnýttur endurnýjast hann þegar iðgjald hefur verið greitt í 12 mánuði.
  • Sjúkradagpeningar greiðast ekki þegar bótaskylda vegna slyss eða atvinnusjúkdóms fellur á tjónvald og bætur fást greiddar skv. skaðabótalögum úr hendi hans eða á grundvelli ábyrgðartryggingar.
  • Sjúkradagpeningar greiðast ekki, þegar um varanlega örorku eða ellihrumleik er að ræða. Réttur til sjúkradagpeninga og annarra greiðslna úr sjóðnum fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því að rétturinn stofnaðist.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
1. Sjúkradagpeningavottorð frá lækni sem tilgreinir hvenær og hvers vegna viðkomandi verður óvinnufær.
2. Vottorð vinnuveitanda um hvenær samningsbundnum launagreiðslum lýkur.
3. Önnur gögn sem fram koma á umsóknareyðublaði.

Sjúkradagpeningar eru staðgreiðsluskattskyldir og af þeim er einnig greitt félagsgjald. Hægt er að sækja um sjúkradagpeninga með rafrænum skilríkjum hér. Fyrirspurnir er hægt að senda á Elínu Sigurðardóttur (elin@vm.is.), umsjónarmann Styrktar- og sjúkrasjóðs VM.

Fyrirvari um ábyrgð varðandi meðferð umsókna/gagna með netpósti: Vinsamlega athugið að notkun netpósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem eru sendar í gegnum netpóst. Sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða, er öruggast að koma með þær á skrifstofu félagsins í eigin persónu.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Sjóðnum er heimilt að veita sjóðfélögum dvalarstyrk (hlutfall húsaleigu eða annars gistikostnaðar) vegna sjúkrahúsdvalar eða læknisaðgerðar, sem sjóðfélagi, maki hans eða barn undir 18 ára aldri þarf að sækja út fyrir heimabyggð innanlands og Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki. Kostnaðarþáttaka skal miðuð við vikuleigu á íbúðum Sjúkrasjóðs VM og greiðist tvisvar á 12 mánaða tímabili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Læknisvottorð.
• Afrit af höfnunarbréfi SÍ.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Vegna endurhæfingar samkvæmt læknisráði vegna sjúkdóms er heimilt að greiða sjóðfélaga kr. 550 pr. skipti í allt að 62 skipti á hverjum 24 mánuðum en þó aldrei hærri upphæð en þá sem hann greiðir.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Læknisvottorð.
• Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Sjóðnum er heimilt að taka þátt í óhjákvæmilegum ferðakostnaði sjóðfélaga innanlands, ef hann, maki og/eða barn hans undir 18 ára aldri, þarf læknismeðferð eða sjúkrahúsvist utan heimabyggðar og Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki ferðakostnað. Hámarks ferðir eru 4 á hverju 12 mánaða tímabili en hins vegar hefur stjórn sjóðsins heimild til þess að greiða auka ferðir eftir vel rökstuddu erindi til stjórnar.
Sjóðurinn endurgreiðir 2/3 hluta kostnaðar af fargjaldi með áætlunarferð eða ef eigin bifreið er notuð skal kílómetragjald taka mið af auglýstu kílómetragjaldi SÍ og mun endurgreiðsla nema 2/3 af kostnaði félagsmanns að hámarki kr. 30.000 hver ferð.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Læknisvottorð.
• Afrit af höfnunarbréfi SÍ.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Sjóðurinn endurgreiðir 100% af kostnaði sjóðfélaga vegna krabbameinsleitar, lungna- og hjartaskoðunar og heyrnamælinga. Styrkurinn er veittur einu sinni fyrir hvern lið á 12 mánaða fresti.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Greitt er 50% af útlögðum kostnaði, að hámarki kr. 160.000. Styrkur er veittur einu sinni til ættleiðingar en þrisvar vegna fjórsemismeðferðar.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Greiðslukvittun frá meðferðaraðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Heimilt er að veita fæðingarstyrk vegna fæðingar barns sjóðfélaga að upphæð kr. 154.000 fyrir hvert barn. Styrkupphæð miðast við hvert barn og að foreldri hafi stunda 100% vinnu sl. 6 mánuði fyrir fæðingu barns/barna. Styrkurinn lækkar í hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi sjóðfélaga. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild.

Ef barn fæðist andvana eftir átján vikna meðgöngu er greitt 50% af styrk.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Fæðingarvottorð barns • Staðfesting vinnuveitanda eða afrit af nýjum launaseðli þar sem fram kemur starfshlutfall.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Heimilt er að greiða styrk til kaupa á gleraugum/linsum eða vegna laseraðgerðar einu sinni á þriggja ára fresti. Hámark styrks er kr. 80.000 en þó aldrei hærri en sem nemur 50% af kostnaði. Styrkurinn greiðist ekki vegna skemmda á glerjum sem atvinnurekanda eða tryggingum ber að bæta.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Styrkur vegna heilsuræktar er allt að 60% af kostnaði en þó aldrei hærri en kr. 50.000 á hverju 12 mánaða tímabili. Styrkurinn er veittur vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum, fjarþjálfun og skundkorta.

Ath. ekki er veittur styrkur vegna kaupa á árskortum á baðstaði eins og Bláa lónið, VÖK, Jarðböðin ofl.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Heimilt er að greiða styrk vegna meðferðar á viðurkenndri heilsustofnun, samkvæmt mati sjóðstjórnar. Hámark styrks er kr. 1.700 pr dag í 30 daga á hverju fimm ára tímabili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Læknisvottorð.
• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Félagsmenn sem hætt hafa störfum vegna aldurs eða örorku eiga kost á styrkjum vegna kaupa á heyrnartækjum á þriggjaára fresti ævilangt.

Hámarks styrkur vegna heyrnartækja er kr. 80.000 pr. tæki en þó aldrei hærri en sem nemur 50% af kostnaði. Styrkur er veittur einu sinn á þriggja ára fresti.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Hámarks styrkur er kr. 40.000 á 12 mánaða tímabili en þó aldrei hærri en sem nemur 50% af kostnaði. Laser aðgerð fellur einnig undir þennan lið.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, hnykkmeðferðar, nálastungumeðferðar eða sogæðanudds hjá löggiltum meðferðaraðila sem hefur starfsleyfi frá landlækni eins og sjúkraþjálfara, kírópraktor/hnykkjara, iðjuþjálfa, heilsunuddara (skilyrði að viðkomandi sé í félagi heilsunuddara), sjúkranuddara og osteopata, er heimilt að greiða sjóðfélaga allt að kr. 4.000 pr. skipti en þó aldrei hærri upphæð en hann greiðir. Hámark endugreiddra skipta eru 36 skipti á hverju 12 mánaða tímabili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda, tímabil meðferðar, fjöldi skipta og fjárhæð sem greidd var.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Hámark styrks vegna stoðtækja er kr. 35.000 en þó aldrei hærri en sem nemur 50% af kostnaði. Styrkur er veittur einu sinn á þriggja ára fresti.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Hámarks styrkur vegna tannlækninga er kr. 40.000 á hverju 12 mánaða tímabili en þó aldrei hærri en 50% af kostnaði.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.

Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna viðtalsmeðferðar hjá viðurkenndum sálfræðingi, félagsráðgjafa og geðhjúkrunarfræðingi. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar.
Greitt er 40% af kostnaði, að hámarki kr. 9.900 pr. skipti. Styrkur er veittur fyrir allt að 20 skiptum á hverju 12 mánaða tímabili.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:

• Greiðslukvittun frá söluaðila þar sem fram kemur nafn og kennitala seljanda og kaupanda, tímabil meðferðar, fjöldi skipta og fjárhæð sem greidd var.

Vakin er athygli á því að styrkurinn er skattskyldur og er staðgreiðsla dregin af við útborgun.
Vegna andláts virks og greiðandi sjóðfélaga (skyndifráfall) greiðast skv. starfshlutfalli dánarbætur, til efitrlifandi maka og/eða barna undir 18 ára aldri, sem nema fullum dagpeningum í þrjá mánuði.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Yfirlit um framvindu skipta frá sýslumanni.
Útfararstyrkur kr. 250.000 er greiddur vegna andláts greiðandi sjóðfélaga svo og vegna þeirra sem hætt hafa störfum en greitt hafa til sjóðsins í a.m.k. 60 mánuði.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
• Yfirlit um framvindu skipta frá sýslumanni.