Kaup og kjör

VM vinnur að kjaramálum félagsmanna á fjölbreyttan og faglegan hátt. Auk hefðbundinnar kjarasamningagerðar og hagsmunagæslu er lögð áhersla á persónulega þjónustu við gerð ráðningarsamninga og aðstoð og leiðbeiningar við gerð atvinnuumsókna. 

Kjarasamningar
Samninganefndir annast gerð kjarasamninga. Nefndirnar eru skipaðar félagsmönnum sem starfa á viðkomandi samningi. Starfsmenn félagsins eru samninganefndum til aðstoðar.

Fagnefnd sjómanna
Samningar sjómanna eru í höndum sérstakrar fagnefndar. Nefndin starfar allt árið og er skipuð fulltrúum sjómanna í stjórn félagsins, formanni félagsins og öðrum fulltrúum sjómanna úr röðum félagsmanna.

Kjarakannanir
Starfsmenn VM fylgjast vel með stöðu og þróun kjaramála. Árlega gerir félagið kjarakönnun meðal félagsmanna sem starfa í landi. Með könnunum þessum fást verðmætar upplýsingar um markaðslaun og hvernig þau dreifast. Þannig geta félagsmenn fylgst með launaþróun á vinnumarkaði og starfsmenn og samninganefndir VM haft kannanirnar til að styðja sig við undirbúning samninga.