Störf í boði
RST Net ehf.
- Stofnun / fyrirtæki RST Net ehf.
- Yfirskrift um hvaða starf er að ræða Vélfræðingur / Verkstjóri í VERTO
- Greinargóð lýsing á því í hverju starfið felst Við hjá RST Net leitum að öflugum einstaklingi með vélfræðimenntun til að taka að sér verkstjórastöðu á verkstæði okkar, VERTO. VERTO dreifispennar VERTO framleiðir dreifispenna í ýmsum stærðum. Framleiðslan felur í sér samsetningu á stáli, þar á meðal suðu og almenna stálvinnu, auk samsetningar á íhlutum eins og kjarna, há- og lágspennugegnumtökum, rofum og öðrum tengdum íhlutum. Einnig eru gerðar mælingar til að tryggja gæði vörunnar. VERTO smíði VERTO er einnig smíðaverkstæði þar sem unnið er með alls kyns stál- og vélaverkefni sem hönnuð eru innanhúss og smíðuð á staðnum. Við vinnum aðallega með svart stál, en stundum einnig með ryðfrítt stál og ál. Verkstæðið er vel útbúið með tilheyrandi vélum og búnaði, þar á meðal suðuróbóta. Lýsing á starfi Við leitum að einstaklingi til að taka að sér umsjón og verkefni tengd VERTO. Um er að ræða verkstjórastöðu með verklegum áherslum. Einstaklingurinn mun vinna í nánu samstarfi við framleiðslustjóra, útdeila verkefnum og hafa yfirsýn yfir verkflæði á verkstað. Verið er að vinna að því að byggja upp starfsemina með auknum verkefnum og fleiri starfsmönnum og mun viðkomandi einnig koma að þeirri þróun. Áhugasömum af öllum kynjum er bent á að sækja um hér á Alfred.is eða á www.rst.is undir Starfsumsóknir.
- Upphafstími ráðningar 1. febrúar
- Starfshlutfall Full starf
- Hvaða kröfur eru gerðar til menntunar / hæfni / reynslu Vélfræðimenntun eða sambærileg menntun Reynsla af verkstjórn og mannaforráði Reynsla af stálvinnu og suðu Þekking á framleiðsluferlum og gæðastjórnun Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi Góð samskipta- og skipulagshæfni
- Nafn og staða þess er veitir upplýsingar um starfið Örvar Þór Örlygsson
- Starfssvið Vélstjórar
- Netfang orvaro@rst.is
- Sími / GSM 577-1050 / 778-7712
- Umsóknarfrestur 31.01.24
- Hvert á umsókn að berast orvaro@rst.is
- Fyrsti birtingardagur auglýsingar 07.01.2024