Desemberuppbót

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.
Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.12. til 30.11. ár hvert í stað almanaksárs.

Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu skal við starfslok fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Desemberuppbót Ár 2023 Ár 2024
Almennur samningur VM við SA um störf félagsmanna í landi kr.   103.000 kr. 106.000
Kjarasamningur VM vis SGS – vegna vélstjóra á fiskiskipum    kr. 106.000
Félagsmenn VM hjá Faxaflóahöfnum   kr.   
Vélstjórar á kaupskipum  kr.   103.000 kr. 
Vélstjórar á skipum Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunar kr.   103.000  kr. 
Félagsmenn VM hjá Landsvirkjun kr. 149.400 kr. 
Félagsmenn VM hjá HS-orku kr. 144.385 kr. 
Félagsmenn VM hjá ÍSAL kr. 283.556  
Félagsmenn VM á samningi sveitarfélaga kr. 130.900 kr. 
Félagsmenn VM hjá Orkuveitu Reykjavíkur kr. 119.700 kr. 
Félagsmenn VM hjá Norðurorku kr. 140.700 kr. 
Félagsmenn VM hjá Orkubúi Vestfjarða kr. 218.495 kr. 
Vélfræðingar á Rammasamningi kr. 149.400 kr. 


Vegna vélstjóra á fiskiskipum

Útgerð skal greiða fastráðnum skipverjum, og skipverjum sem ráðnir eru í reglulegar afleysingar, desemberuppbót ár hvert, fyrst þann 15. desember 2024.
Full desemberuppbót skal miðast við 160 lögskráningardaga eða fleiri á tímabilinu 1. desember til 30. nóvember ár hvert um borð í skipum sömu útgerðar. Séu lögskráningardagar ár hvert færri skal fjárhæð desemberuppbótar skerðast hlutfallslega. Skipverjar sem ráðnir eru í reglulegar afleysingar teljast þeir sem ná að lágmarki 50 lögskráningardögum um borð í skipum sömu útgerðar.
Tímavinnu skipverja við skipsstörf utan lögskráningardaga, veikindadaga og fjarvistir vegna slysa, skal telja með við útreikning á greiðslu desemberuppbótar. Við útreikning á tímavinnu teljast 8 vinnustundir dag hvern sem heill dagur skv. þessu. Færri vinnustundir dag hvern skal því reikna hlutfallslega og vinnustundir umfram 8 dag hvern telja ekki.