Laun verktaka á ÍSAL-svæðinu

Lágmarkslaunakjör starfsmanna verktaka sem vinna á athafnasvæði ISAL

Við endurnýjun á aðalkjarasamningi ISAL var samþykkt ákvæði um lágmarkslaun starfsmanna verktaka sem starfa á athafnasvæði fyrirtækisins í Straumsvík.
Í samræmi við þetta hefur ISAL gert kröfu um að verktakar tryggi að starfsmenn á þeirra vegum, sem vinna á athafnasvæði ISAL störf hliðstæð störfum starfsmanna ISAL og við hliðstæðar aðstæður, hafi að lágmarki mánaðarlaun1) skv. 8. kafla aðalkjarasamnings ISAL (sjá útlistun hér fyrir neðan) en að öðru leyti skuli fylgja kjarasamningum á almennum markaði.

 Mánaðarlaun*Mánaðarlaun* 
Útreikningur á lágmarkslaunum starfsmanna verktakaFrá 1. júní 2021Frá 1. júní 2022
Verkamaður431.868456.052
Iðnaðarmaður 1 – með sveinsbréf589.440622.448
Iðnaðatmaður 2 – með meistarabréf eða tvö sveinsbréf
eða vélfræðingur
618.912653.571

*Innifalið í mánaðarlaunum er 3,25 klst. fyrir fasta yfirvinnu, lámarksbónus 3,5% og ferðapeningur.

Til að reikna út tímakaup iðnaðarmanna skal miða við deilitölu 157,08 sem virkan vinnutíma án neysluhléa. Ef kjarasamningur viðkomandi fyrirtækis (eða verktaka) kveður á um lægri deilitölu skal miða við hana. Ef viðkomandi samningar eru með deilitölu sem innihalda neysluhlé skal taka tillit til þess.

Starfi starfmaður skemur en fullan mánuð á athafnarsvæði ISAL í senn skal hlutfalla ofnagreindar viðmiðanir við mánaðarlaun í réttu hlutfalli við viðveru á athafnarsvæði ISAL.