Starfsréttindi vélstjóra

Um starfsréttindi vélstjóra á sjó gilda lög um áhafnir skipa, nr. 82/2022, sem tóku gildi 1. janúar 2023. Þau koma í stað eldri laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (nr. 30/2007) og laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa (nr. 76/2001).
Reglugerð nr. 944/2020, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum.
Reglugerð, nr. 676/2015, um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna.

Hér má sjá samhengi vélstjórnaráms, siglingatíma og atvinnuréttinda á sjó

Markmið laga um áhafnir skipa er að tryggja öryggi skipa og áhafna þeirra og efla varnir gegn mengun sjávar. Markmiðum laganna skal náð með því að gera kröfur um menntun og þjálfun, aldur, siglingatíma, heilbrigði, sjón og heyrn þeirra sem starfa um borð og tryggja með því faglega hæfni áhafna miðað við stærð skips, verkefni og farsvið.

Ísland er aðili að alþjóðasamþykktum um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW), á kaup- og farþegaskipum með framdrifsafl yfir 750 kW og Alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður áhafna á fiskiskipum ( STCW-F)

Menntamálaráðauneytið skal annast eftirlit með því að námskrár uppfylli alþjóðasamþyktina og Samgöngustofa skal hafa eftirlit með gæðum kennslu.