Íbúðir sjúkrasjóðs

Reglur um leigu á íbúðum Sjúkrasjóðs VM til félagsmanna

  • Sjúkrasjóður VM á tvær íbúðir. Önnur íbúðin er í Mánatúni í Reykjavík og hin íbúðin er í Furulundi á Akureyri.
  • Íbúðir Sjúkrasjóðs skulu ávalt hafa forgang til útleigu fyrir félagsmenn sem þurfa afnot af henni vegna veikinda eða slysa hans eða nánustu fjölskyldu.
  • Forgangur að íbúðinni skapast ekki fyrr en um sannarleg veikindi er að ræða, minniháttar læknisaðgerðir og ferðir félagsmanna til lækna teljast ekki veikindi fyrr en vottorð um veikindi er komið fram.
  • Leigutími getur orðið allt að 30 dagar í einu.
  • Hafi félagsmenn ekki nýtt sér afnot af íbúðinni vegna veikinda á miðvikudegi, er orlofssjóði heimilt að setja íbúðina í almenna helgarleigu.
  • Orlofssjóður sér um rekstur og útleigu íbúðarinnar.
  • Þeir sem hætt hafa störfum vegna aldurs eða örorku greiða 1/3 af leiguverði íbúða. (Tók gildi 14.09.18).