Lögmenn

Lögmenn Jónas Þór sf. eru lögmenn VM og sinna lögfræðilegum verkefnum fyrir félagið og félagsmenn þess.

Lögmennirnir eru Jónas Þór Jónasson hrl. og Sigrún Ísleifsdóttir hdl.

Félagsmönnum gefst kostur á viðtali við lögmennina án endurgjalds. Þeir geta snúið sér til VM eða beint til stofunnar telji þeir sig þurfa á þjónustu lögmanna að halda. Ekki þarf að panta tíma sérstaklega. Komi til frekari vinnu lögmannanna er félagsmönnum veittur afsláttur af lögfræðikostnaði.

Lögmannsþjónusta fyrir félagsmenn VM er ekki einungis vegna launa- og kjaramála félagsmanna, heldur einnig vegna annarra mála sem upp kunna að koma, til dæmis vegna umferðar- og vinnuslysa, sem lögmennirnir hafa mikla reynslu af.

Lögmannsstofan hefur aðsetur á sömu hæð og félagið að Stórhöfða 29 í Reykjavík. Sími 562-9066.
Einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netföngin jj@vm.is og sigrun@vm.is.