Um sjúkrasjóð
Afgreiðsla sjúkrasjóðs VM er á skrifstofu félagsins Stórhöfða 29-31, Reykjavík Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. hvers mánaðar (15. desember) til að greiðsla berist þann 1. næsta mánaðar.
Stjórn sjóðsins 2024-2026
- Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður
- Gunnar Sigurðsson
- Kristmundur Skarphéðinsson
- Reinhold Richter
- Valbjörn Jón Höskuldsson
Verkefni sjóðsins
- Greiðir dagpeninga þeim sjóðfélögum sem missa vinnutekjur sínar vegna eigin veikinda eða slysa, eða vegna veikinda og/eða slysa maka og barna 18 ára og yngri.
- Greiða dánarbætur vegna andláts sjóðfélaga.
- Styrkir sjóðfélaga til að sækja sér endurhæfingu og sérstaka læknismeðferð eftir ákvörðun sjóðstjórnar hverju sinni.
- Sjúkrasjóður er fjármagnaður með sérstökum greiðslum sem samið er um í kjarasamningum.
Sjá nánar um sjúkrasjóð og styrki hér
Sjóðsfélagar
Samkvæmt reglugerð Styrktar- og sjúkrasjóðs VM eru sjóðfélagar þeir sem hafa greitt og verið er að greiða fyrir fullnægjandi iðgjöld til sjóðsins þegar réttur til aðstoðar myndast.
Sjóðsfélagar í fæðingarorlofi
Sjóðfélagi sem fer í lögbundið fæðingarorlof eða á atvinnuleysisbætur, heldur á meðan réttindum til styrkja og bóta enda hafi viðkomandi ákveðið að viðhalda rétti sínum með greiðslu félagsgjalds.
Sjóðsfélagar á atvinnuleysisbótum
Missi sjóðfélagi atvinnuleysisbætur vegna veikinda á hann rétt á bótum sem nema sömu fjárhæð og atvinnuleysisbæturnar numu yfir sama tímabil.
Eldri borgarar og öryrkjar
Þeir sem greitt hafa til sjóðsins í a.m.k. 60 mánuði og hætta störfum vegna aldurs eða örorku eiga rétt til styrkja í 36 mánuði frá síðustu iðgjaldagreiðslu.