Um sjóði félagsins

Hluti af starfsemi VM er rekstur sjóða sem gagnast félagsmönnum. VM rekur fjóra sérsjóði, auk styrktar- og menningarsjóðs.

Sjúkrasjóður VM

  • Greiðir dagpeninga þeim sjóðfélögum sem missa vinnutekjur sínar vegna eigin veikinda eða slysa, eða vegna veikinda og/eða slysa maka og barna 18 ára og yngri.
  • Greiða dánarbætur vegna andláts sjóðfélaga.
  • Styrkir sjóðfélaga til að sækja sér endurhæfingu og sérstaka læknismeðferð eftir ákvörðun sjóðstjórnar hverju sinni.
  • Sjúkrasjóður er fjármagnaður með sérstökum greiðslum sem samið er um í kjarasamningum.

Sjá nánar um sjúkrasjóð og styrki hér

Orlofssjóður VM

Sjóðurinn er rekinn með það að markmiði að skapa félagsmönnum og fjölskyldum þeirra aðstöðu og færi á að njóta orlofs á fjölbreyttan hátt til hvíldar og hressingar á viðráðanlegu verði. Til að sinna hlutverki sínu er sjóðnum heimilt að eiga eða leigja orlofsaðstöðu, greiða hluta kostnaðar við orlofsdvöl eða orlofsferðir, eftir ákvörðun sjóðstjórnar. Orlofssjóður er fjármagnaður á sama hátt og sjúkrasjóður, auk leigutekna af orlofshúsum og íbúðum.
Sjá nánar um orlofssjóð hér

Fræðslusjóður VM

Sjóðurinn er rekinn með það að markmiði að efla almenna og faglega þekkingu og hæfni félagsmanna með því að styrkja þá til náms. Fræðslusjóður VM er fjármagnaður er með hluta af félagsgjaldi félagsmanna.

Sjá nánar um fræðslusjóð hér.

Verkfallssjóður VM

Sjóðnum er ætlað að styrkja félagsmenn í vinnudeilum. Tekjur sjóðsins eru tiltekinn hundraðshluti félagsgjalda.

Sjá nánar um  verkfallssjóð hér.

Akkur – styrktar og menningarsjóður VM

Stofnfé sjóðsins fékkst við sölu stofnbréfa Vélstjórafélags Íslands í Sparisjóði vélstjóra. Hann er algerlega sjálfstæð eining með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Sjóðurinn úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.a. rannsóknir og annað sem kemur félagsmönnum VM til góða við nám og störf  til lands og sjávar, auk þess að styrkja brautryðjenda- og þróunarstarf sem hefur samfélagslegt gildi svo og menningarstarfsemi og listsköpun.

Sjá nánar um Akk hér.