Aksturs- og dagpeningar
Aksturspeningar
Aksturspeningar eru greiðslur sem launþegi fær frá launagreiðanda fyrir að nota eigin bifreið í hans þágu. Hér getur bæði verið um að ræða að greidd sé föst mánaðarleg greiðsla eða árleg fjárhæð eða að greitt er samkvæmt kílómetragjaldi fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt akstursdagbók.
Akstursgjaldið er hægt að sjá hér
Dagpeningar
Dagpeningar nefnast þær greiðslur sem launagreiðandi innir af hendi vegna tilfallandi ferðalaga launþegans utan fasts samningsbundins vinnustaðar á vegum launagreiðandans og er ætlað að standa undir kostnaði launþegans vegna fjarveru frá heimili sínu eða vinnustaðnum, vegna fæðiskaupa og gistikostnaðar, ef um það er að ræða, svo og til greiðslu kostnaðar vegna ferða til og frá flugvelli.