Fiskverð

Verðlagsstofa skiptaverðs tók til starfa með lögum nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Tilgangur laganna er að tryggja opinbert eftirlit með því að útgerðir geri rétt upp við sjómenn. Hlutverk Verðlagsstofu er samkvæmt 1. gr. laganna að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að því að það sé rétt og eðlilegt. Hafi samtök útvegsmanna og sjómanna gert með sér samkomulag um tiltekin markmið um viðmið varðandi verðlagningu á fiski við uppgjör á aflahlut sjómanna skal Verðlagsstofa og Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna stuðla að því að markmið þeirra samninga nái fram að ganga, sbr. 2. mgr. 1. gr. Til að framfylgja því eftirliti sem Verðlagsstofa hefur með höndum er sú kvöð m.a. lögð á útgerð skips að senda án tafar alla samninga um fiskverð sem gerðir eru á milli útgerðar og áhafnar, sbr. 4. gr. laganna.

Slóð á mælaborð Verðlagsstofu skiptaverðs um fiskverð og afurðaverð 

Slóð á Reiknistofu fiskmarkaða

Fiskverðsákvörðun

Fiskverðsákvörðun 3. september 2024
Slægður þorskur  Lækkun -3%
Óslægður þorskur óbreytt verð 
Slægð ýsa óbreytt verð
Óslægð ýsa óbreytt verð
Karfi óbreytt verð
Ufsi óbreytt verð

Sjá nánar á heimasíðu Verðlagsstofu skiptaverðs

 

Tenglar á erlenda verðbanka

Fiskimjöl – Index mundi

Norges Råfisklag

FIS – Fish Information & Services

Fiskeribladet Fiskaren AS

Norges Sildesalgslag

Sea-EX