
Skrifað undir nýja kjarasamninga
Samið við sveitarfélögin
Fyrst ber að nefna að VM skrifaði í vikunni undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar sem gerðir hafa verið á almennum markaði. Kynningarfundur fer fram mánudaginn 8. júlí klukkan 12:00 á Stórhöfða 29-31. Kosning hefst klukkan 13:00 þann dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum á fjarfundi en hlekkur mun berast í tölvupósti, sem fyrr segir.
Vélstjórar á kaupskipum
VM hefur jafnframt skrifað undir nýjan kjarasamning vegna vélstjóra á kaupskipum. Kosningar hefjast þriðjudaginn 9. júlí klukkan 9:30 en þær standa yfir til hádegis 15. júlí. Kynningarfundur verður þriðjudaginn 9. júlí klukkan 9:30, á Stórhöfða 29-31 og á fjarfundi.
Vélstjórar í ferðaþjónustu
Vélstjórar í ferðaþjónustu innan raða félagsins felldu í maí nýjan kjarasamning. Aðilar máls hafa aftur komist að samkomulagi og skrifað undir nýjan samning. Atkvæðagreiðsla hefst fimmtudaginn 11. júlí klukkan 12:00 en kosningin stendur yfir til hádegis 15. júlí. Samningurinn verður kynntur fimmtudaginn 11. júlí klukkan 12:00, á Stórhöfða 29-31 og á fjarfundi. Félagsmenn munu fá sendan hlekk á fjarfundinn.