Að sækja um vinnu

Að mörgu er að hyggja þegar sótt er um starf eða þegar leitað er eftir starfsfólki. Talið er að einungis um 35% starfa séu auglýst opinberlega, þ.e. í dagblöðum og tímaritum. Það er því JobSeekingandans að vera duglegur að “finna” þessi störf. Hægt er að fara margar mismunandi leiðir við JobSeeking og ekki nokkur leið að vita hver þeirra kemur til með að ráða úrslitum. Hitt er ljóst að þeim mun fleiri leiðir sem reyndar eru, þeim mun meiri líkur á árangri.

Hér að neðan eru leiðbeiningar til félagsmanna í JobSeeking en einnig til þeirra sem vilja hugsa fram í tímann og skipuleggja starfsferil sinn, í stað þess að láta hendingu að mestu ráða við hvað þeir starfa og hvar.

Fyrsta skrefið í JobSeeking vill oft gleymast, en það er sjálfskoðun og gerð ferilsskrár. Til þess að ferilskrá og JobSeekingin öll skili árangri er afar mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga:

Við hvað vil ég vinna?

Svarið er ekki einfalt og nauðsynlegt að hafa æskilega starfsferilsþróun í huga meðan svörin eru ígrunduð. Með það í huga má ekki eingöngu leita eftir störfum með ákveðnum titli heldur er nauðsynlegt að horfa á starfsumhverfið í heild og þá möguleika sem störf bjóða. Ekki er síður mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvort eitthvað vanti upp á menntun og/eða starfsreynslu svo sett markmið náist.

Sá sem bíður eftir draumastarfinu getur þurft að bíða lengi!
Þótt JobSeeking virðist oft flókin þá er hægt að nálgast vinnuveitendur á markvissan hátt og eftir mismunandi leiðum.

Fyrsta skrefið – undirbúningur

 • Hverjir eru styrkleikar mínir og veikleikar?
 • Hvað vil ég? / Á hverju hef ég áhuga?
 • Hvar munu hæfileikar mínir njóta sín? / Hvers konar starf hentar mér?
 • Hvert er markmið mitt á vinnumarkaði?

Þegar þessum spurningum hefur verið svarað ætti svarið við tveimur grundvallarspurningum að liggja fyrir:

 1. Í hvers konar umhverfi mun ég helst dafna og ná árangri?
 2. Í hvers konar umhverfi vil ég helst starfa?

Annað skrefið – Leiðir fyrirtækja í ráðningarmálum

Oft er talað um innri og ytri ráðningar. Innri ráðningar eru stöðuhækkanir, tilfærsla innan fyrirtækis, auglýsingar innan fyrirtækis, endurráðningar (fyrrverandi starfsmenn ráðnir aftur) og skyldmenna- og/eða vinaráðningar. Við ytri ráðningar eru notaðar ráðningarstofur, ábendingar, óumbeðnar umsóknir, auglýsingar, menntastofnanir (útskriftarnemar ráðnir), verkefnaráðningar og auglýsingar á internetinu.

Hafðu samband við ráðningarskrifstofur og kannaðu hvort einhver áhugaverð störf eru í boði, sérstaklega í þeim geira sem þú hefur áhuga á að vinna í. Skoðaðu heimasíður óskavinnuveitandans og aflaðu þér upplýsinga eftir öllum leiðum t.d. með því að hafa samband við starfsmann hjá fyrirtækinu sem þú þekkir eða kannast við eða spjalla við viðskiptavini fyrirtækisins eða aðra sem þekkja til.

Þriðja skrefið – Umsóknin

Þegar þú hefur áttað þig á sjáfum þér, óskum þínum, hæfileikum og áhugasviðum, þá þarftu að kynna þér leiðir óskafyrirtækjanna í ráðningarmálum. Svo er að sækja um í samræmi við niðurstöðurnar; viðtal hjá starfsmannastjóra, formleg umsókn lögð inn hjá þeim sem þú hefur áhuga á að vinna fyrir og/eða skráning hjá ráðningarstofum.

Talið er að einungis 35% allra lausra starfa sé auglýstur í fjölmiðlum. Í hin 65% ráða fyrirtækin beint eða í gegnum ráðningarstofur án auglýsinga.

Samantekt þessi byggir á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson.

Starfsferilþróun – hvers vegna og hvað er það?

 • Þegar lagt er af stað í JobSeeking, jafnvel í fyrsta skipti, er mikilvægt að að byrja á sjálfskoðun.
 • Með því að meta persónulega eiginleika sína og velta því fyrir sér hvar hæfileikar, áhugi og reynsla njóti sín best er umsækjandinn vel undirbúinn og markvissari í leit sinni að starfi þar sem starfsumhverfi hentar vel, árangur og starfsánægja næst.
 • Einstaklingur sem hefur skilgreint sjálfan sig og veit hvað hann vill og leitar stöðugt leiða til að ná settum markmiðum, getur á árangursríkan hátt komið sér á framfæri á vinnumarkaðnum og tekist á við ráðningarferlið í heild.
 • Starfsferilsþróun er að móta sér stefnu til framtíðar í atvinnumálum og vinna markvisst að því að ná þeim markmiðum.
 • Ef vel tekst til þá sýnir ferilskráin þín að þú stefnir í ákveðna átt og vinnir markvisst að því að ná settum markmiðum.

Kynningarbréf

Kynningarbréf eða fylgibréf henta vel til að lýsa einstaklingi á stuttan en persónulegan hátt og gefa vísbendingu um ástæður þess að sótt er um tiltekið starf. Megin tilgangurinn er að vekja eftirtekt og áhuga ráðningaraðila svo hann fái áhuga á að hitta sendanda. Mikilvægt er að vanda gerð kynningarbréfsins og gæta þess að það verði ekki endurtekning á því sem stendur í ferilskrá heldur gefi persónulegri mynd af umsækjanda og hæfileikum hans.

Um uppbyggingu og framsetningu kynningarbréfs

 • Stílaðu bréfið á ákveðinn einstakling.
 • Vandaðu málfar og stafsetningu.
 • Gættu þess að það komi skýrt fram hvaða starf þú ert að sækja um og hvers vegna.
 • Segðu frá því hvaða reynsla ætti að nýtast í umræddu starfi og hvað mælir með þér.
 • Láttu það koma fram hver markmið þín og eiginleikar eru.

Gátlisti fyrir kynningarbréf

 • Hefur einhver lesið kynningarbréfið vandlega yfir?
 • Er kynningarbréfið á góðri íslensku og villulaust?
 • Er kynningarbréfið stílað á ráðningaraðila?
 • Vekur kynningarbréfið forvitni og áhuga?
 • Endurspeglar kynningarbréfið áhuga þinn á starfinu eða fyrirtækinu?
 • Er beðið um viðtal í lokin?
 • Er kynningarbréfið á einni blaðsíðu?
 • Ef umsóknin er trúnaðarmál, er það þá tekið fram?
 • Eru upplýsingar um hjálögð gögn með kynningarbréfi?

Gögn þessi eru byggð á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson

Ferilskrá

Að koma sér á framfæri á vinnumarkaði er ekkert annað en markaðssetning þar sem ferilskráin er markaðstækið, auglýsingin, kynning á söluvarningnum – ykkur sjálfum. Með því að vanda sem mest til verka við gerð hennar aukast líkurnar á að komast í
atvinnuviðtal. Mikilvægt er að ferilskrá sé stutt, hnitmiðuð og vel upp sett.

Góð ferilskrá ætti að kynna einstaklinginn, skýra í grófum dráttum frá menntun hans, reynslu og áhugamálum, auk þess að staðfesta ímynd hans.

Góð ferilskrá á að vera afrakstur ítarlegrar heimavinnu þar sem vandað er til verka hvað varðar efnisinnihald, uppsetningu og málfar.

Ferilskrá er dæmi um hvernig einstaklingurinn nálgast viðfangsefnið og kemur því frá sér.

Sérhver ferilskrá er persónubundin og tilgangurinn er að draga fram sem skýrasta mynd af einstaklingnum.

Einkenni góðrar ferilskrár

 • Góð ferilskrá er stutt og hnitmiðuð, 1-2 síður.
 • Góð ferilská ætti alltaf að taka mið af því starfi sem sótt er um. Leggðu áherslu á þá þætti í námi og starfsreynslu sem komið gætu að gagni í því starfi sem sótt er um.
 • Góðri ferilskrá ætti að fylgja mynd, helst svarthvít.
 • Góð ferilskrá inniheldur helstu persónuupplýsingar, á áberandi stað, svo sem: Nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang.
 • Góð ferilskrá byrjar ávallt á núverandi eða síðasta starfi og nýjasta námi.
 • Góð ferilská inniheldur helstu upplýsingar um námsferil; heiti náms, skóla, útskriftarár og gráðu.
 • Góð ferilskrá telur til þau námskeið sem gætu skipt máli fyrir tiltekið starf. Þau ætti að nefna undir “Menntun” eða “Annað” eftir eðli námskeiða.
 • Góð ferilskrá inniheldur helstu upplýsingar um fyrri störf, svo sem; vinnustaður, ár og stöðuheiti. Einnig getur verið gott að telja til helstu verkefni og ábyrgð í starf, þannig að ráðningaraðilinn geti betur gert sér grein fyrir eðli fyrri starfa og reynslu.

Þeir sem kjósa að koma markmiðum sínum á framfæri í ferilskrá ættu að setja þau á eftir persónulegum upplýsingum í einni til tveimur hnitmiðuðum málsgreinum.

Hvað ber að varast varðandi ferilskrá?

 • Ferilskráin er of löng.
 • Ferilskráin er illa skipulögð og illa upp sett.
 • Ferilskráin er fjöldaframleidd.
 • Ferilskráin er illa prentuð eða illa ljósrituð – Kaupið frekar prentþjónustu hjá fagmönnum.
 • Sendið aldrei ferilskrá og umsókn með faxi.
 • Ferilskrá með lélega mynd – Engin mynd er betri en vond mynd.
 • Ferilskrá sem bundin hefur verið inn í kápu eða pappír. Innbundnar umsóknir eru ekkichentugar fyrir ráðningaraðila. Best er að hefta skjölin saman.
 • Ferilskrá með langlokutextum, lélegu málfari, stafsetningar- og ásláttarvillum.
 • Ferilskrá þar sem upplýsingum er vísvitandi sleppt. Fallið ekki í þá gryfju að sleppa úr upplýsingum í þeirri von að ráðningaraðila yfirsjáist þær.
 • Ferilskrá þar sem frjálslega er farið með staðreyndir. Gerið ekki meira úr hlutunum en efni standa til og farið vel yfir allar upplýsingar.

Dæmi um mismunandi útfærslur á ferilskrá:

Stöðluð umsókn

Ráðningarstofur, stofnanir og stærri fyrirtæki óska oft eftir að sérstök eyðublöð séu fyllt út, óháð því hvort ferilskrá fylgir með eður ei.

Það verður ekki nægilega ítrekað hversu mikilvægt er að vanda til við útfyllingu slíkra eyðublaða, sleppa ekki útfyllingu reita, vanda málfar, skrift og stafsetningu. Hafðu í huga:

 • Að þegar umsóknir eru metnar hefur frágangur umsóknareyðublaðs mikil áhrif á það hvort þú kemst í viðtal.
 • Að oftast getur þú tekið umsóknareyðublöðin með þér heim eða prentað þau út af heimsíðu. Þannig er hægt að undirbúa sig betur.
 • Að það er enginn minni maður fyrir það að leita sér upplýsinga ef eitthvað er óskýrt, biðja einhvern að lesa yfir fyrir sig, leiðrétta villur og koma með ábendingar.
 • Að VM veitir aðstoð við gerð ferilsskrár, umsóknarbréfa og útfyllingu umsóknareyðublaða.
 • Að til þess að fá tækifæri til að sannfæra atvinnurekanda um það hversu fullkominn þú ert í tiltekið starf, þarftu að komast í viðtal.

Gögn þessi eru byggð á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson