Vinnumarkaður

Félagsmenn VM sinna fjölbreyttum störfum við vélstjórn, vélaviðgerðir, málmsmíði og netagerð. Efni um vinnumarkað félagsmanna spannar vítt svið og varðar starfssvið þeirra og menntun, atvinnumöguleika, lög um starfsréttindi og almenn lög um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Starfsgreinarnar sem um ræðir eru: vélvirkjun, vélstjórn, stálsmíði, rennismíði, blikksmíði, málmsteypa, mótasmíði, netagerð og málmsuða. Þetta eru fagstörf sem eiga skilgreindar námsbrautir í framhaldsskólakerfinu.

Á síðum með atvinnuauglýsingum geta félagsmenn auglýst eftir starfi og atvinnurekendur auglýst eftir starfskrafti.

Á síðum um starfssvið og starfsréttindi er fjallað um í lög og reglur er varða störfin og námið.

Á síðunum hér er einnig að finna ábendingar og ráð til þeirra sem eru að sækja um vinnu.