Launatengd gjöld

Innheimta félags- og sjóðagjalda

Birta lífeyrissjóður

Sundagörðum 2, 104 Reykjavík sér um alla innheimtu gjalda til VM. 
Rafrænar skilagreinar eru á http://www.birta.is/, tölvupóstur skilagreinar@birta.is
Bankareikningur: 0526-26-400800, kt: 430269-0389,
Sími: 480 7000 

Félagsgjald (F421) 

Félagsgjald allra félagsmanna VM er 0,8% af heildarlaunum.

Styrktar- og sjúkrasjóður VM (S421)

Samkvæmt almennum kjarasamningum VM við SA ber atvinnurekanda að greiða 1% af
heildarlaunum í Styrktar- og sjúkrasjóð VM.
Fyrir vélstjóra á fiskiskipum ber útgerð að greiða 0,75% af heildarlaunum í Styrktar- og sjúkrasjóð VM.
Fyrir vélastjóra á kaupskipum ber útgerð að greiða 0,5% af heildarlaunum Styrktar- og sjúkrasjóð VM.
Í sérkjarasamningum nokkurra fyrirtækja og stofnana er samið um aðrar prósentutölur.

Orlofssjóður (O421)

Samkvæmt kjarasamningum VM ber atvinnurekanda að greiða a.m.k. 0,25% af heildarlaunum í orlofssjóð VM. Undantekningar eru í sérkjarasamningum nokkurra fyrirtækja og stofnana.

Endurmenntunargjald til IÐUNNAR – fræðsluseturs

Málm-, véltæknigreinar og vélstjórar á fiskiskipum (E460) og netagerð (E463).
Kjarasamningar vegna starfa í landi:
Greiða ber 0,5% af launum í endurmenntunargjald vegna þeirra sem starfa samkvæmt kjarasamningi VM við SA.
Kjarasamningur vélstjóra á fiskiskipum:
Greiða ber 0,5% af kauptryggingu vélstjóra í endurmenntunargjald vegna þeirra sem starfa samkvæmt kjarasamningi VM við SFS.

Fræðslusjóður VM (E421) 

ATH. á einungis við um sérsamninga

Félagsmenn VM geta samið um sérstakar greiðslur í fræðslusjóð VM í persónubundnum samningum. Fyrir vélfræðinga sem starfa á rammasamningi ber vinnuveitanda að greiða 1,1% af heildarlaunum, nema samið hafi verið um annað. Í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir er kveðið á um greiðslur í fræðslusjóð allt að 1,1% af heildarlaunum.

Starfsendurhæfingarsjóður – innheimtist af lífeyrissjóði

Samkvæmt kjarasamningum VM ber atvinnurekanda að greiða í Starfsendurhæfngarsjóð af starfsmönnum. Gjaldið er 0,10% og greiðist með lífeyrisiðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs en ekki með félagsgjöldum til VM.

Námssjóður iðnaðarmanna skv. kjarasamningi við Samband sveitarfélaga árið 2019

Félagsgjald 0,9%
Orlofsheimilasjóður 0,44%
Styrktarsjóoðsgjald 1,0%
Endurmenntunarsjóður 0,4%
Endurhæfingarsjóður 0,10%

Greiðslumiðlun (G921)  – tók gildi 1.1.2014

Á móti iðgjaldi vélstjóra greiðir útgerð 0,21% iðgjald af launum til VM. Útgerðarmaður skal standa skil á iðgjöldum samtímis greiðslum til annarra sjóða stéttarfélagsins, þ.e. um leið og reikningsuppgjör fer fram eftir lok hvers kauptryggingartímabils.