2024
Sjómenn hjá SSÍ samþykkja kjarasamning
Fréttir

Sjómenn hjá SSÍ samþykkja kjarasamning

Sjómenn hjá Sjómannasambandi Íslands samþykktu í liðinni viku nýjan kjarasamning með 64% greiddra atkvæða. Samningurinn hefur þegar tekið gildi. Í fréttum er haft eftir Valmundi Valmundssyni formanni að tilfinningin sé góð. Samningstíminn er níu ár ef samningnum verður ekki sagt upp fyrr.

Samningurinn færir sjómönnum sambærileg lífeyrisréttindi og aðrir landsmenn hafa, svo eitthvað sé nefnt. Kynningu má sjá hér.

VM hefur enn ekki samið við SFS, ekki frekar en Sjómannafélag Íslands og Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur. 

Í viðtali í Morgunblaðinu er rætt við Guðmund Helga Þórarinsson, formann VM, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir að þetta sé ekki kjörstaða að vera í. „Ég óska Sjó­manna­sam­band­inu og Val­mundi [Val­munds­syni for­manni] til ham­ingju með þenn­an ár­ang­ur, þetta var meira af­ger­andi en ég átti von á […] Ég er svona sá sem er erfiðast­ur í taumi þegar kem­ur að því að enda hlut­ina. Maður vill alltaf aðeins meira,“ seg­ir hann meðal annars í viðtalinu.