2024
Vélvirkinn Hjalti Einarsson er látinn
Fréttir

Vélvirkinn Hjalti Einarsson er látinn

Hjalti Einarsson vélvirki er látinn, 85 ára að aldri. Hjalti er þekktastur fyrir að hafa byggt upp VHE, eitt stærsta iðnfyrirtækis landsins.

Frá andlátinu er greint á Vísi en þar er fjallað um lífshlaup Hjalta.

Í fréttinni segir meðal annars frá því að hann hafi ásamt eiginkonu sinni, Kristjönu G. Jóhannesdóttur stofnað Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar í bílskúr við heimili þeirra í Hafnarfirði árið 1971. Lengi vel hafi þau á Melabraut í Hafnarfirði byggt upp byrirtækið þar sem þau bjuggu sjálf á efri hæðinni en verkstæðið hafi verið á þeirri neðri. Fyrirtækið hlaut síðar nafnið VHE.

Fram kemur að í börnin þeirra þrjú hafi tekið við fyrirtækinu þegar þau Kristjana og Hjalti drógu sig út úr daglegum rekstri.

Hjalti lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 3. febrúar síðastliðinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þrjú börn, ellefu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.