2023
Vel heppnuð kjararáðstefna
Fréttir

Vel heppnuð kjararáðstefna

Kjararáðstefna VM fór fram dagana 29. og 30. september síðastliðinn á Grand hótel. Óhætt er að segja að góður rómur hafi verið gerður að ráðstefnunni og að hún hafi heppnast eins og lagt var upp með.

Pallborðsumræður, sem fram fóru báða daga ráðstefnunnar, voru sérstaklega áhugaverðar en þar skiptust menn umbúðalaust á skoðunum og viðruðu ólík sjónarmið. Fyrri daginn voru Róbert Farestveit frá ASÍ, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ og varaforseti ASÍ, Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi ráðherra, og Guðmundur Kristjánsson í Brimi í pallborði.

Seinni daginn voru í pallborði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ.

Á ráðstefnunni voru haldnar málstofur og svo hópavinna þar sem skipst var á skoðunum og áherslur fyrir komandi kjaraviðræður ræddar. 

Við lok ráðstefnunnar, var gestum hennar boðið til kvöldverðar á hótelinu áður en skemmtun tók við fram eftir kvöldi.

VM færir félagsmönnum og öðrum gestum ráðstefnunnar bestu þakkir fyrir þátttökuna.