2023
Strandveiðimenn efna til mótmæla vegna stöðvunar
Fréttir

Strandveiðimenn efna til mótmæla vegna stöðvunar

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, mun halda tölu á mótmælum strandveiðimanna sem boðað hefur verið til á Austurvelli á laugardaginn. Strandveiðimenn mótmæla þar stöðvun veiðanna, en síðasti dagur strandveiða var 11. júlí að þessu sinni.

Í færslu á síðu Strandveiðifélags Íslands leggur formaðurinn, Kjartan Páll Sveinsson, til að sjómenn mæti í sjóstökkum og leggi sig fram um að tryggja mannsæmandi strandveiðikerfi. Hann biður menn að forðast að persónugera vandann og leggja heldur áherslu á meginsjónarmiðið.

Smábátasjómenn hyggjast hittast fyrir framan Hörpu á hádegi þaðan sem þeir munu ganga niður á Austurvöll. Dagskráin þar er eftirfarandi:

  • KK tekur nokkur vel valin lög
  • Kári Stefánsson heldur tölu
  • Kristján Torfi og trillukallakórinn spila