2023
Mikilvæg kjarakönnun
Fréttir

Mikilvæg kjarakönnun

Félögin sem standa að Húsi fagfélaganna; Byggiðn, MATVÍS, RSÍ og VM hafa sent félagsfólki kjarakönnun sem mikilvægt er að sem flestir svari. Könnunin er á mínum síðum. Markmiðið með könnuninni er að fá sem gleggsta mynd af kjörum félagsfólks okkar.

Könnunin er mikilvægur liður í undirbúningi næstu kjaralotu, sem hefst strax í haust. Mikil verðbólga og háir vextir hafa á undanförnum mánuðum rýrt kjör okkar verulega. Góð þátttaka í könnuninni er forsenda þess að samninganefndir iðnaðarfólks mæti vel undirbúnar til komandi kjaraviðræðna.

Guðmundur Helgi, formaður VM:

„Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og aðgerðarleysi stjórnvalda hefur bitnað hart á þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Á sama tíma og heimilunum blæðir út hafa stórfyrirtæki í landinu mörg hver skilað methagnaði. Launafólk ber ekki höfuðábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin, eins og stundum er látið í veðri vaka. Góð þátttaka í þessari kjarakönnun er okkur afar mikilvæg þegar kemur að undirbúningi komandi kjaraviðræðna.“

Fara á mínar síður.