2023
Til hamingju, sjómenn
Pistlar

Til hamingju, sjómenn

Sjómenn hafa skrifað undir nýjan kjarasamning

Það var ánægjuefni fyrir sjómenn að skrifað var undir nýjann kjarasamning í gær fimmtudag eftir rúmlega þriggja ára samningsleysi.

Það var mjög svo aðkallandi að gera nýjann samning, bæði var nauðsynlegt að fá inn sama mótframlag í lífeyrissjóð og annað launafólk, tímakaupið og trygging hækka verulega, enda ekki hækkað í rúm þrjú ár, auk þess sem samningurinn og uppgjör er einfaldað. Byrjað er að skipta úr hundraði sem þýðir að hækkun eða lækkkun útgerðarkostnaðar og olíu kemur sjómönnum ekki lengur við.

Hækkanir til næstu 10 ára á tryggingu og tímakaupi er tryggð á samningstímanum með því að tengja hækkanir almenna kjarasamningsins við tímakaup fiskiskipavélstjóra og trygginguna. Þetta eru gleðileg tíðindi þar sem allt of oft hefur það komið upp að tímakaup fiskiskipamanna dragist aftur úr.

Innleitt verður valfrelsi í lífeyrismálum, á þann veg að þeir sjómenn sem kjósa að nýta sér ekki hækkun mótframlags í lífeyrissjóð fá hækkun á skiptaprósentu á móti. Það er mikilvægt að fólk taki upplýsta ákvörðun og kynni sér málin. Kynningarfundir verða haldnir í næstu viku þar sem kostir og gallar verða kynntir.

10 ára samningur er langur samningur, sá lengsti sem gerður hefur verið. Það var því miklivægt að endurskoðunarákvæði er í samningnum. Eftir 4 ár af samningstímanum er hægt að segja samningnum upp með 12 mánaða fyrirvara hvenær sem er.

Í dag vil ég segja til hamingju við sjómenn, hvet ykkur til að mæta á kynningarfundina sem verða bæði stað- og fjarfundir og taka upplýsta ákvörðun.

Kv Guðm. Helgi formaður VM