2024
Atli Már hlýtur Neistann
Fréttir

Atli Már hlýtur Neistann

Atli Már Gunnarsson yfirvélstjóri á Magnúsi SH 205 hlýtur Neistann, viðurkenningu Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Tryggingamiðstöðvarinnar árið 2024. Viðurkenningin var afhent á sjómannadaginn, þann 2. júní síðastliðinn.

Atli hóf svo störf á Magnúsi SH um árámótin 2000/2001 og tók við sem yfirvélstjóri á skipinu árið 2003, þegar hann lauk vélstjórnarnámi.

Tilgangur viðurkenningarinnar er að vekja athygli á starfi yfirvélstjórans og um leið að veita þeim sem skara fram úr, viðurkenningu fyrir fyrirmyndarstörf. Sigurður Jónsson, starfsmaður TM, afhenti viðurkenninguna á sjómannadagshátíð á Hellisandi.

Atli Már var ekki viðstaddur afhendinguna og tók samstarfsmaður hans, Eggert Bjarnason, við viðurkenningunni fyrir hans hönd.