2024
Sjómannadagsblaðið er komið út
Fréttir

Sjómannadagsblaðið er komið út

Tímarit VM er komið út. Þar er meðal annars að finna grein eftir Finnbjörn A. Hermannsson, forseta Alþýðusambands Íslands, og viðtal við formann félagsins Guðmund Helga Þórarinsson, sem ræðir nýjan kjarasamning og fjallar um deilurnar um fiskeldi í sjó. Í blaðinu er einnig að finna umfjöllun um vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna og Eflingar, sem hafa staðið í ströngu í vetur, svo fátt eitt sé nefnt.

Blaðið er 88 síður og þar kennir ýmissa grasa, venju samkvæmt. Um er að ræða síðasta tölublaðið sem Sigurjón M. Egilsson ritstýrir en hann hefur stýrt blaðinu frá árinu 2011. Í blaðinu færir hann starfsfólki VM, félagsmönnum sem hann hefur tekið viðtöl við í gegn um tíðina og öðrum sem hafa lagt hönd á plóg fyrir samvinnuna.