Fjölmennt á vel heppnaðri ráðstefnu
Fagfélögin héldu í síðustu viku, dagana 21.-22. nóvember, tveggja daga ráðstefnu fyrir trúnaðarmenn. Ráðstefnan var haldin í Hveragerði en þátttakendur voru um 120 talsins.
Um var að ræða fyrstu ráðstefnuna af þessum toga sem Fagfélögin standa að saman. Óhætt er að segja að dagskráin hafi verið fjölbreytt og tíminn vel nýttur. Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir, frambjóðendur til Alþingis sátu fyrir svörum og öflug hópavinna fór fram.
Eitt af markmiðum ráðstefnunnar var að efla tengslanet trúnaðarmanna og styrkja þannig trúnaðarmenn í hlutverkum sínum til frambúðar. Samvinna og samtöl trúnaðarmanna geta skipt sköpum og verið dýrmætur stuðningur þegar tekist er á við erfið mál á vinnustöðum.
Fagfélögin þakka trúnaðarmönnum og örðum þátttakendum frá aðildarfélögunum fyrir kraftmikla og góða ráðstefnu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá ráðstefnunni. Smellið á þær til að sjá þær stærri.