2024
Skráning hafin í ferð eldri félaga
Fréttir

Skráning hafin í ferð eldri félaga

Árleg ferð eldri félagsmanna VM verður farin þriðjudaginn 27. ágúst næstkomandi. Skráning er hafin í ferðina en athygli er vakin á að sætaframboð er takmarkað við 60. Ferðin er fyrir þá sem eru 67 ára á árinu, eða eldri.

Lagt verður af stað frá Húsi Fagfélaganna, Stórhöfða 29-31, klukkan 09:00 að morgni og ekið sem leið liggur vestur á land. Farið verður stystu leið í Borgarnes þar sem stuttlega verður áð.

Þaðan verður haldið upp Borgarfjörð og ekið inn á Borgarfjarðarbraut við Baulu. Ekið verður um Hvítársíðu með stoppi hjá geitabændum í Háafelli. Farið verður um Hálsasveit, stoppað við Hraunfossa og Barnafoss og þaðan farið niður í Reykholtsdal. Í Reykholti snæðir hópurinn hádegisverð. 

Eftir stuttan stans við Deildartunguhver verður svo ekið heim á leið um Dragann og Hvalfjörð.

Hægt er skrá sig í ferðina með því að senda tölvupóst á netfangið mottakan@fagfelogin.is. Einnig er hægt að hringja í síma 5 400 100.