2024
Aðalfundur VM 2024
Fréttir

Aðalfundur VM 2024

Aðalfundur VM 2024 var haldinn á Stórhöfða 29-31 í gær, fimmtudaginn 11. apríl. Fundarstjóri  var Halldór Oddsson, lögfræðingur ASÍ. Fundargestir voru um 40 talsins, þar af nokkrir á fjarfundi.

Ásbjörn Björnsson, endurskoðandi frá Deloitte, kynnti ársreikning félagsins fyrir árið 2023.

Haukur Örn Birgisson hrl kynnti nokkuð umfangsmiklar tillögur um lagabreytingar sem lágu fyrir fundinum. Kosið var um tillögurnar í heild og þær samþykktar örugglega.

Á fundinum var ný stjórn og varastjórn VM kynnt en stjórnarkjör stóð yfir dagana 18. mars til 8. apríl. 

Ný stjórn VM er þannig skipuð:

  • Einar Sveinn Kristjánsson
  • Tinna Magnúsdóttir
  • Gunnar Sigurðsson
  • Pétur Freyr Jónsson
  • Helgi Már Sigurgeirsson
  • Sigurður Gunnar Benediktsson
  • Kristmundur Skarphéðinsson
  • Ingi Bogi Hrafnsson

Varamenn í stjórn eru:

  • Einar Óskar Friðfinnsson
  • Valbjörn Jón Höskuldsson
  • Arnar Sigurðsson
  • Snævar Örn Jónsson
  • Sigurður Jóhann Erlingsson
  • Brynjólfur Árnason
  • Páll Heiðar Aadnegard
  • Hafdís Svanberg Dagnýjardóttir

Fundurinn afgreiddi önnur aðalfundarstörf, í samræmi við dagskrá. Lífleg umræða skapaðist um önnur mál sem voru á dagskrá fundarins. Loks má nefna að Guðmundur Björn Lýðsson færði félaginu höfðinglegar gjafir en umfjöllun um þær má lesa hér.

Í stjórn styrktar- og sjúkrasjóð VM, tímabilið frá 2024 – 2026, voru eftirtaldir kjörnir:

  • Reinhold Richter
  • Valbjörn Jón Höskuldsson
  • Gunnar Sigurðsson

Í stjórn Akks, Styrktar- og menningarsjóðs VM, voru eftirtaldir kjörnir:

  • Ólafur Grétar Kristjánsson, formaður,
  • Steingrímur Haraldsson
  • Einar Hilmarsson

Og til vara þeir:

  • Jón Jóhannsson
  • Andrés Bjarnason
  • Halldór Arnar Guðmundsson

Í kjörstjórn VM, voru eftirtaldir kjörnir:

Aðalmenn:

  • Halldór Arnar Guðmundsson
  • Benóný Harðarson

Varamenn:

  • Garðar Garðarsson
  • Vignir Eyþórsson

Skjöl vegna aðalfundar 2024

 

Frá vinstri: Valbjörn Jón Höskuldsson (varamaður í stjórn), Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður, Sigurður Gunnar Benediktsson, Ingi Bogi Hrafnsson, Einar Sveinn Kristjánsson, Gunnar Sigurðsson, Tinna Magnúsdóttir, Helgi Már Sigurgeirsson, Kristmundur Skarphéðinsson.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá fundinum.