2024
Færði félaginu kvikmyndir að gjöf
Fréttir

Færði félaginu kvikmyndir að gjöf

Guðmundur Björn Lýðsson, kvikmyndagerðarmaður og félagsmaður í VM, færði félaginu sex heimildamyndir að gjöf á aðalfundi VM sem fram fór á Stórhöfða 31 í gærkvöldi.

Kvikmyndarnar eru Toppstöðin, Vélstjórar, Pólverjar, Hestasaga og kvikmyndin 60 rið í 78 ár, sem sýnd á var RÚV nýverið. Auk þess gaf hann félaginu kvikmyndina Braggabúar, sem hann framleiddi í samvinnu við Ólaf Sveinsson, en Guðmundur á 10% hlut í myndinni. Þessum gjöfum fylgir 7 ára samningur um sýningarrétt RÚV á myndinni 60 rið í 78 ár.

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður félagsins, tók við gjöfinni frá nafna sínum á aðalfundinum og afhenti honum blómvönd og innrammað skjal þar sem honum er þökkuð þessi fallega gjöf til VM.

Á skjalinu stendur: „VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna færir Guðmundi Lýðssyni þakkir fyrir höfðinglegar gjafir til félagsins. Í kvikmyndum sínum fangar Guðmundur dýrmæta kafla úr sögu menntunar og starfa vélstjóra og málmtæknimanna á Íslandi. VM mun kappkosta að varðveita þessar heimildir svo sómi sé af.“

Fundargestir þökkuðu Guðmundi Birni fyrir með standandi lófaklappi.