2024
Samþykkja kjarasamning við SFS með auknum meirihluta
Fréttir

Samþykkja kjarasamning við SFS með auknum meirihluta

Kosningaþátttaka var með ágætum og vilji félagsmanna skýr

Vélstjórar samþykktu í dag kjarasamning VM og SFS, sem skrifað var undir í Karphúsinu 22. febrúar síðastliðinn. Samningurinn var samþykktur með 67,6% greiddra atkvæða. 

Samningurinn tekur gildi frá 1. janúar síðastliðnum og kveður á um mikilvægar kjarabætur fyrir vélstjóra, ekki síst þegar kemur að lífeyrismálum og tímakaupi þegar þeir vinna í landi. Samningurinn gildir til 31. desember 2033, nema honum verði sagt upp fyrr.

Kosningaþátttaka var með ágætum og vilji félagsmanna skýr, eins og meðfylgjandi tölur bera með sér.

Hér má lesa nýja samninginn