2023
Næstu námskeið IÐUNNAR
Fréttir

Næstu námskeið IÐUNNAR

Á næstunni eru forvitnileg námskeið á sviði málm- og véltækni í boði hjá IÐUNNI fræðslusetri.

Vakin er sérstök athygli á námskeiði sem haldið verður í samstarfi við Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands. Námskeiðið er til vottunar í eigna- og viðhaldsstjórnun og er útfært af sænskum sérfræðingum frá Idhammar.Kennari á námskeiðinu er Jonas Åkerlund ásamt fleiri sérfræðingum frá Idhammar.

Námið fer fram í fjórum lotum, í febrúar, mars og apríl á næsta ári. Hægt er að skrá þátttöku til 30.nóvember. Vottun með tilheyrandi prófi er ekki innifalið í verði en próf er í boði tvisvar á ári.

Nánari upplýsingar hér.

Næstu námskeið

Stálvirkjaframkvæmdir – 30. nóvember

Hvað þurfa fyrirtæki og einstaklingar að hafa í huga þegar kemur að því að uppfylla skilyrði gæðakerfa fyrir stálframleiðslu og suðuvinnu? Á námskeiðinu er að fara yfir atriði sem fyrirtækjarekendur, verkefnastjórar og gæðastjórar stálsmiðja eiga að kunna skil á vegna krafna í stálvirkjaframkvæmdum. Farið verður yfir hvernig gæðakerfi byggð á ÍST EN ISO 1090-1 og 2 ásamt ÍST EN ISO 3834-1, 2 og 3 og tengdu efni fyrir stálvirki þurfa að vera. Námskeiðið verður í boði bæði sem stað- og fjarnám. Nánar hér.


 

Loftræsing íbúðarhúsnæðis – 4. desember

Þetta námskeið er fyrir aðila sem að koma útfærslu og uppsetningu á loftræsikerfum í byggingum. Á námskeiðinu er áherslan á loftræsingu íbúðarhúsnæðis. Farið verður yfir mismunandi gerðir loftræsilausna, mikilvægi loftræsingar, loftgæði, orkunotkun, reglugerðarkröfur og mismunandi möguleika við stýringu. Ásamt því að skoða sérstaklega úrfærslur á loftskiptakerfum í nýju íbúðarhúsnæði. Á námskeiðinu er gert ráð fyrir virkri þátttöku þeirra sem taka þátt í umræðum varðandi lausnir. Námskeiðið er staðnám haldið í Iðunni, Vatnagörðum 20 Reykjavík


 

Iðntölvustýringar – 27. nóvember

Þar verður farið yfir uppbyggingu iðntölvunnar og virkni. Forritunarmál „ladder-forritun“, ásamt því að tengja inn- og útganga við loka, skynjara, teljara og rofa. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sett upp og tengt iðntölvu við búnað og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og átta þig á algengum bilunum. Námskeiðið er staðnám haldið í Iðunni, Vatnagörðum 20 Reykjavík. Sjá nánar hér.


 

Fusion 360 – 30. nóvember

Fusion 360 forritið er hægt að nálgast endurgjaldslaust. Námskeiðið er því frábært fyrir þá sem vilja teikna í tölvu án mikils tilkostnaðar. Námskeiðið er byggt upp með þarfir málm- og véltæknigreina í huga en það nýtist öllum sem hafa gaman af því að hanna og teikna upp hugmyndir sínar. Á námskeiðinu er sér kafli um hvernig á að vista teikningar til þrívíddarprentunar. Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Sjá nánar.


 

Þrívíddarprentun í iðnaði – 6. desember

Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið verður með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta. Þátttakendur setja saman FLSUN V400 prentara, nota hann í verkefnum og taka með heim í lok námskeiðs. Prentarinn er hluti af námskeiðsgjöldum. Tilgangurinn er að þátttakendur geti haldið áfram eftir að námskeiðinu lýkur og aukið þekkingu sína og getu í 3D prentun og 3D teikningu. Námskeiðið er staðnám haldið í Iðunni, Vatnagörðum 20 Reykjavík. Sjá nánar hér.