2023
Baldvin hlutskarpastur á golfmóti VM
Fréttir

Baldvin hlutskarpastur á golfmóti VM

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 11.ágúst á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni. Sigurvegari VM mótsins var Baldvin Agnarsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM. Viljum við hjá VM óska honum til hamingju með sigurinn og þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í mótinu.

Úrslit punktakeppninnar voru eftirfarandi:

  • 1.sæti Baldvin Agnarsson á 39 punktum
  • 2.sæti Georg Júlíusson á 37 punktum
  • 3.sæti Magnús Þórarinn Öfjörð á 34 punktum

Úrslit Höggleiksins voru eftirfarandi:

  • 1.sæti Halldór Ingi Lúðvíksson á 86 höggum
  • 2.sæti Einar Breiðfjörð Tómasson á 92 höggum
  • 3.sæti Egill Hafsteinsson á 93 höggum

Veitt voru nándarverðlaun á eftirfarandi brautum:

  • Á 7. braut var Pálmi Finnbogason næstur holu og hlaut að launum helgarleigu í bústað VM (utan úthlutunnartímabila)
  • Á 18. braut var Kristján Sigurðsson næstur holu og hlaut að launum helgarleigu í bústað VM (utan úthlutunnartímabila)

Veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á braut næst holu á eftirfarandi braut:

  • Á 8. braut átti Steingrímur Haraldsson lengsta upphafshöggið og hlaut að launum ferðaávísun að andvirði kr. 20.000.