8.11.2021

Fundur Norræna vélstjórasambandsins

Norræna vélstjórasambandið (NMF) fundaði á Íslandi dagana 1. og 2. nóvember. Sambandið var stofnað í febrúar 1919 og innan vébanda þess eru um 30.000 vélstjórar í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum.

Að loknum fundi sendi sambandið sér yfirlýsingu þar sem segir m.a. að þeir sem starfi í vélarúmum skipa standi frammi fyrir stærstu öryggis- og hæfniáskoruninni vegna væntanlegra tækni- og rekstrarbreytinga sem draga eiga úr losun skipa. Breytingarnar munu hafa áhrif á bæði öryggi og heilsu þeirra sem vinna við stjórnun, rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar skipa vegna t.d. háspennukerfa og sprengihættu, samfara nýjum orkugjöfum.

Yfirlýsing NMF nóvember 2021
Þeir sem starfa í vélarúmum skipa standa frammi fyrir stærstu öryggis- og hæfniáskoruninni vegna væntanlegra tækni- og rekstrarbreytinga sem draga eiga úr losun skipa. Breytingarnar munu hafa áhrif á bæði öryggi og heilsu þeirra sem vinna við stjórnun, rekstur og viðhald vél- og rafbúnaðar skipa vegna t.d. háspennukerfa og sprengihættu, samfara nýjum orkugjöfum.

Heilbrigði og öryggi verða að vera hluti allra tillagna um minnkun á losun frá skipum en ekki eftirá viðbætur. Því verða vélstjórar að taka beinan þátt í að búa til og innleiða öryggisstaðla svo allir sjómenn hafi rétta kunnáttu og hæfni til að tryggja öruggt starfsumhverfi.

Öryggisstaðlar ættu að vera hluti af öllum reglugerðum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) og bætta ætti slíkum stöðlum við EEDI, EEXI og aðra hluta MARPOL samþykktarinnar. IMO ætti að þróa alþjóðlega öryggisstaðla fyrir öll ný vélkerfi og orkugjafa, þ.m.t. varðandi öryggisráðstafanir við geymslu, meðhöndlun og förgun. Þetta þýðir að fella ber mannlega þáttinn inn í endurskoðun á SOLAS samþykktinni og vinnu við IGF kóða, ásamt því að búa til nýja staðla sem nauðsynlegir eru vegna nýrra orkugjafa.

Þegar ný tækni og orkugjafar til að draga úr losun verður innleidd munu allir sjómenn þurfa viðeigandi kennslu og þjálfun. Rétt þjálfun er ómissandi fyrir heilsu og öryggi um borð í skipum. Nauðsynlegt er að lágmarka áhættu sjómanna og umhverfisins en einnig þarf að lágmarka áhættu sjómanna vegna ábyrgðar þeirra á því að skip séu rekin í samræmi við allar reglur MARPOL.
Norræna vélstjórasambandið er sannfært um að lausnin á umhverfisáskoruninni sé sjálfbær hæf og fagleg áhöfn sem er fær um að hugsa um umhverfið bæði innan og utan skips.