13.3.2019

Námskeið um lífeyrismál

Þriðjudaginn 12. mars var haldið námskeið um lífeyrismál hjá VM. Mjög góð mæting og mikil ánægja var með námskeiðið. 

Þar sem mikil ásókn er á þessi námskeið þá ætlar VM að vera með eitt námskeið í viðbót í vor. Næsta námskeið verður haldið apríl. Margir eru á biðlista og fá þeir póst um það hvenær námskeið verður.

Þeir sem vilja fylgjast með námskeiðinu í gegnum fjarfundarbúnað geta haft samband við skiptiborð VM í síma 575 9800 eða á netfangið vm@vm.isog gefið upp nafn, kennitölu, síma og netfang. Slóð á fundinn verður send í gegnum tölvupóst.

Fróðlegur fundur um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er:

- Skerðingar og greiðslur Tryggingastofnunar
- Hvenær og hvernig er best að taka út lífeyri og séreign?
- Hvað þarf að hafa í huga varðandi skatta?
- Hver eru algengustu mistökin sem gerð eru við starfslok?