Fréttir

Logo VM með texta

sunnudagur, 23. febrúar 2020

Stjórn VM ályktar um stöðuna í Ísal

Stjórn VM gagnrýnir harðlega þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilu félaga í VM og  Rio Tinto. Það er ekki boðlegt að tilbúinn samningur um kjör starfsmanna álversins sé notaður til þess að semja um verð á orku fyrir álverið sem er algjörlega óskylt mál.

Er.thetts.i.lagi.vog.jpg

þriðjudagur, 11. febrúar 2020

Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt?

Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa  þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu.

Capturebirta.max-765x490.jpg

miðvikudagur, 22. janúar 2020

Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

Logo VM

mánudagur, 6. janúar 2020

Breyting á viðmiðunarverði

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna fundaði í dag, 6. Janúar 2020. Á fundinum var ákveðið að breyta viðmiðunarverði í viðskiptum milli skyldra aðila á eftirfarandi hátt: Slægður og óslægður þorskur, hækkar um 3,0% Slægð og óslægð ýsa, hækkar um 3,0% Verð á slægðum og óslægðum ufsa og verð á karfa er óbreytt.

Logo VM

fimmtudagur, 19. desember 2019

Fyrirtækjasamningur í Marel samþykktur

Í vikunni var gengið frá fyrirtækjasamning í Marel fyrir hönd félagsmanna VM, Rafiðnaðarsambandsins og Fit. Fyrirtækjasamningar eru gerðir á grundvelli 5. kafla kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en sá kafli var töluvert lagaður í kjarasamningnum sem skrifað var undir vor.

Logo VM

miðvikudagur, 11. desember 2019

Kjarasamningur VM vegna vélstjóra á sanddæluskipum

Mánudaginn 9. desember skrifaði VM undir kjarasamning vegna vélstjóra á sanddæluskipum.  Í gær þriðjudag fór svo fram kynning og kosning um samninginn.  Samningurinn var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Logo VM með texta

föstudagur, 29. nóvember 2019

Kjarasamningur VM við sveitarfélögin samþykktur

Kosningu um kjarasamning VM við sveitarfélögin lauk klukkan á hádegi 28. nóvember 2019.Á kjörskrá voru 42 félagar í VM og tóku 30 þeirra þátt í kosningunni. Þátttaka því rúm 71%. Já sögðu 17, eða 56,67% þátttakenda.

Undirr6.jpg

fimmtudagur, 14. nóvember 2019

Kjarasamningur við sveitarfélög undirritaður

Í gær, 13. nóvember 2019, undirrituðu iðnaðarmannafélögin kjarasamninga við Samband sveitarfélaga.Samningarnir kveða á um hækkanir í takt við aðra samninga á vinnumarkaði.Vegna reglna um að takmarka eigi mismunun starfsmanna eftir aldri, fá allir starfsmenn sveitarfélaga 30 daga orlof óháð aldri eða starfsaldri.