Fréttir

þriðjudagur, 17. mars 2020

Þjónusta skrifstofu VM vegna Covid-19

Félagsmenn VM eru hvattir til að hringja frekar á skrifstofuna, í síma 575-9800, en að koma þangað.Einnig má senda fyrirspurn á netfangið vm@vm.is.Öllum fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

föstudagur, 13. mars 2020

Kosning um verkfall hjá ÍSAL

Atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá ÍSAL lauk klukkan 13 í dag. Félagsmenn VM á kjörskrá voru 43 og greiddu 38 eða 88,37% þeirra atkvæði. Já sögðu 36 eða 94,7% þeirra sem þátt tóku í kosningunni.

COVID-19.png

mánudagur, 2. mars 2020

COVID-19 og fjarvistir frá vinnu

Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnufært vegna hans.

Samn-FFH-240220.jpg

mánudagur, 24. febrúar 2020

Kjarasamningur við Faxaflóahafnir

Í morgun var skrifað undir kjarasamning við Faxaflóahafnir. Samningurinn er á sömu nótum og samningar sem gerðir hafa verið undanfarið. Samningurinn verður kynntur næstu daga og kosið um hann í lok vikunnar.

Logo VM með texta

sunnudagur, 23. febrúar 2020

Stjórn VM ályktar um stöðuna í Ísal

Stjórn VM gagnrýnir harðlega þá stöðu sem komin er upp í kjaradeilu félaga í VM og  Rio Tinto. Það er ekki boðlegt að tilbúinn samningur um kjör starfsmanna álversins sé notaður til þess að semja um verð á orku fyrir álverið sem er algjörlega óskylt mál.

Er.thetts.i.lagi.vog.jpg

þriðjudagur, 11. febrúar 2020

Meira af verðmyndun auðlinda – er þetta eðlilegt?

Í grein hér á Vísi fyrir rúmum tveimur vikum fór ég aðeins yfir verðmyndun á sjávarafurðum þar sem ég fór yfir verðmyndun á makríl og kolmuna. Þar ræddi ég meðal annars þann mikla verðmun sem er á makríl á Íslandi og Noregi og einnig þann mikla mun sem er á verði til íslenskra og norskra skipa  þegar kolmunna er landað í íslenskar verksmiður til bræðslu.

Capturebirta.max-765x490.jpg

miðvikudagur, 22. janúar 2020

Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs

Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins.

Logo VM

mánudagur, 6. janúar 2020

Breyting á viðmiðunarverði

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna fundaði í dag, 6. Janúar 2020. Á fundinum var ákveðið að breyta viðmiðunarverði í viðskiptum milli skyldra aðila á eftirfarandi hátt: Slægður og óslægður þorskur, hækkar um 3,0% Slægð og óslægð ýsa, hækkar um 3,0% Verð á slægðum og óslægðum ufsa og verð á karfa er óbreytt.