Fréttir 2018

MSFÍ Logo_on transparent background(1).png

fimmtudagur, 15. nóvember 2018

Íslandsmótið í Málmsuðu

Íslandsmótið í Málmsuðu verður haldið dagana 16 og 24 Nóvember. Þann 16 Nóv kl. 13:00 hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri og þann 24 Nóv kl. 09:00 hjá Iðunni í Reykjavík. Verðlaunaafhending mun fara fram að lokinni keppni í Reykjavík, kl.

Logo VM

miðvikudagur, 14. nóvember 2018

Desemberuppbót 2018

VM minnir félagsmenn sína á að fylgjast með því að desemberuppbót fyrir 2018 verði greidd til þeirra eigi síðar en 15. des. Í almennum samningi VM og SA segir. Desemberuppbót árið 2018 er kr. 89.000. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 6. nóvember 2018

Yfirlýsing frá VM vegna fréttar Fréttablaðsins í gær!

Í gær birtist frétt í Fréttablaðinu um úrskurð úrskurðarnefndar um fiskverð vegna verða á uppsjávarskipum Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Í fréttinni er réttilega sagt frá því að VM hafi raskað því fyrirkomulagi sem unnið hefur verið eftir.

Pall Aadnegard-net.JPG

mánudagur, 5. nóvember 2018

Ræða Páls Heiðars á ASÍ þinginu!

Á ASÍ þinginu var félagsmaður VM  Páll Heiðar Magnússon Aadnegard með ljómandi góða ræðu um stöðu iðnaðarmanna og um þá staðreynd að iðnaðarmenn hafa dregist aftur úr á Íslenskum vinnumarkaði. Páll birti ræðu sína á þinginu um helgina á facebook og gaf heimasíðu VM leyfi til að birta hana.

ASÍ - logo

fimmtudagur, 1. nóvember 2018

Stefna sem samþykkt var á þingi ASÍ

Á nýafstöðnu þingi ASÍ var mörkuð stefna í þeim fimm málaflokkum sem voru sérstaklega til umfjöllunar á þinginu og í aðdraganada þess. Í maí og september voru farnar tvær hringferðir um landið og haldnir 18 fundir á 11 stöðum þar sem vel á sjötta hundrað manns í grasrót verkalýðshreyfingarinnar fjölluðu um málaflokkana fimm.

ASÍ - logo

mánudagur, 29. október 2018

Verðlagseftirlit ASÍ á facebook

Með nýrri Facebook síðu munu verðkannanir vonandi ekki fara framhjá neinum en því fleiri sem taka eftir verðlagsfréttum, því meira verður aðhald við fyrirtæki og stofnanir. Tilgangurinn með opnun sérstakrar Facebook síðu Verðlagseftirlitsins er að ná til fleira fólks og breiðari hóps fólks og styrkja þannig Verðlagseftirlitið.

Logo VM með texta

föstudagur, 26. október 2018

Sveinspróf jafngildi stúdentsprófi

VM fagnar frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir Alþingi um að sveinspróf verði metið til jafns við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla og vonar að það nái fram að ganga. Það væri mikilvægur þáttur í að gera iðnnámi hærra undir höfði og mikilvægt væri að að fá streymi nemenda inní háskólanám með ólíkan bakgrunn með verk- og tæknimenntun en ekki bara stúdentspróf.

stjórniðunnar3.jpg

fimmtudagur, 25. október 2018

Ný stjórn tekur við hjá Iðunni fræðslusetri

Ný stjórn Iðunnar tók við á aðalfundi sem haldinn var í síðustu viku.  Í stjórninni eru Guðmundur Helgi Þórarinsson Eyjólfur Bjarnason, Guðrún Birna Jörgensen, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Finnbjörn Hermannsson, Guðmundur Ingi Skúlason, Hilmar Harðarson, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, Georg Páll Skúlason og Þráinn Lárusson.

Logo VM

þriðjudagur, 23. október 2018

Kjarakönnun VM 2018 er hafin!

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin tekur til septemberlauna 2018. Félagsvísindastofnun hefur sent pósta á þátttakendur með hlekk á könnunina.

alvotech8.png

föstudagur, 19. október 2018

Vinnustaðarheimsókn í Alvotech

Í dag föstudaginn 19.10.2018 fóru starfsmenn VM í vinnustaðarheimsókn í Alvotech. Í Alvotech vinna fjórir félagsmenn VM en að sögn starfsmanna gæti þeim fjölgað á næstunni. Alvotech er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknilyfja.