Fréttir 2016

þriðjudagur, 9. febrúar 2016

Ísaldeilan: Umboðslausir stjórnendur

Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir, í samtali við Vísi, að  það ráðast á næstu dögum til hvaða aðgerða verði gripið í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. Yfirvinnu- og úflutningsbann komi til greina, sem og allsherjarverkfall.

þriðjudagur, 2. febrúar 2016

Samningar náðust, verkfalli frestað

Samningar náðust í kjaradeilu vélstjóra og skipstjórnarmanna á kaupskipum á fjórða tímanum í nótt og gengið frá undirskrift launaliða. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir að eftir sé að ganga frá sjálfum kjarasamningum.

mánudagur, 1. febrúar 2016

Ábyrgðin er þeirra

Að óbreyttu kemur til verkfalls vélstjóra á kaupskipum á miðnætti. Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, er alls ekki sáttur við hvernig komið er. „Það er enn von um að ekki komi til verkfallsins. Þá verður að koma tilboð frá fyrirtækjunum í dag til að leysa deiluna,“ sagði Guðmundur.

þriðjudagur, 26. janúar 2016

Félag vélstjóra og málmtæknimanna á Alþingi

„Forustumenn í verkalýðshreyfingunni, m.a. formaður Framsýnar, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og forustumenn Alþýðusambandsins, hafa að undanförnu ítrekað bent á mörg alvarleg dæmi um ólögmæta starfsemi, um starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði sem eru ekki skráðir og njóta ekki réttinda, um starfsmannaleigur sem hér hafa starfað í landinu jafnvel frá árinu 2014 án þess að vera nokkurs staðar skráðar eða skila gjöldum eða standa skil á réttindum starfsmanna sinna,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær, þegar hann hóf umræður um starfsmannaleigur og félagsleg undirboð.

föstudagur, 22. janúar 2016

Svona er nýi samningurinn

„Við í VM höfum viljað allt gera til að draga úr vægi yfirvinnu á tekjur okkar manna. Nú er líklegra en áður að það muni takast. Þetta er tilraun til að koma á friði á vinnumarkaði með kaupmáttaraukningu.

fimmtudagur, 21. janúar 2016

Ný tækifæri opnast

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, segir nýgerðan samning á vinnumarkaði gefa meiri vonir en áður til að takast megi að stöðva höfrungahlaupið og að við færumst nær því sem hefur reynst hvað best á hinum Norðurlöndunum.

föstudagur, 8. janúar 2016

Skattkort lögð af frá og með árinu 2016

Í samræmi við breytingar á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, verða skattkort lögð af frá og með árinu 2016. Þótt notkun skattkorta verði hætt þá kallar það ekki á neinar breytingar fyrir launamenn nema einhverjar breytingar komi til t.

þriðjudagur, 5. janúar 2016

Verkfall á kaupskipum samþykkt

Atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar félagsmanna VM, sem starfa á kaupskipum í millilandasiglingum, lauk á hádegi í dag, þann 5. janúar 2016. Á kjörskrá voru 48 og af þeim tóku 40, eða 83,3%, þátt í kosningunni.

mánudagur, 4. janúar 2016

Kennitöluflakk: Samfélaginu blæðir

„Erfitt er að skilja hvers vegna ekki hafi fyrir löngu síðan verið settur öflugri lagarammi um hæfi stjórnenda,“ segir í nýjustu Tíund, blaði Ríkisskattstjóra, en þar er meðal annars fjallað um kennitöluflakk og skaða af því.