Fréttir 2016

Logo VM með texta

miðvikudagur, 2. nóvember 2016

Ályktun VM vegna ákvörðunar Kjararáðs

Stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna krefst þess að ákvörðun kjararáðs um ofurlaunahækkanir til þingmanna, ráðherra og forseta verði dregin til baka. Verði það ekki gert muni það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Guðmundur Ragnarsson og Pall Hansen

mánudagur, 31. október 2016

Guðmundur Ragnarsson kjörinn forseti NMF

Dagana 24 og 25 október var fundur Norræna vélstjóra sambandsins, NMF, haldinn á Íslandi. Á þessum fundum ræða félögin sín á milli málefni vélstjóra á Norðurlöndunum. Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, var kjörinn forseti NMF á þessum fundi og tekur hann við embættinu af Pall Hansen formanni Færeyska vélstjóra félagsins.

Logo VM með texta

mánudagur, 17. október 2016

Verkfall vélstjóra á fiskiskipum samþykkt

Kosningu um verkfall vélstjóra á fiskiskipum lauk kl. 12 á hádegi á dag, þann 17. október 2016.Á kjörskrá voru 472 félagsmenn VM. Af þeim kusu 339, eða 71,8%. Já sögðu 308, eða 90,8%. Nei sögðu 26, eða 7,7% og 5, eða 1,5%, skiluðu auðu.

ASI-Logo-v1-CMYK.jpg

miðvikudagur, 12. október 2016

Ályktun miðstjórnar ASÍ um aukinn ójöfnuð í lífeyrismálum

Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarflokkanna að auka á þann hróplega mismun sem er í lífeyrisréttindum landsmanna með því að hækka lífeyristökualdur í almannatryggingum í 70 ár. Það gengur ekki að ætla almenningi að búa við 70 ára lífeyristökualdur á sama tíma og alþingismenn og opinberir starfsmenn geta farið á fullan lífeyri 65 ára.

Jónas Þór Jónasson

mánudagur, 3. október 2016

„Sjómenn eru naglar, en menn verða að vera skynsamir"

Hæstaréttarlögmaður brýnir fyrir sjómönnum að ganga úr skugga um að rétt sé staðið að skráninum á slysum sem verða til sjós. Miklir hagsmunir séu í húfi og mikilvægt er að leita strax til stéttarfélags ef menn verða fyrir meiðslum.

Birta Lífeyrissjóður

föstudagur, 30. september 2016

Sameinaði og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóði

Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður.

ASÍ-UNG 2016

mánudagur, 26. september 2016

Nýkjörin stjórn ASÍ-UNG

ASÍ-UNG hélt fjórða þingið sitt föstudaginn 23. september síðastilinn. Þingið fór vel fram og var kosin ný stjórn þar. Aðeins voru tveir eftir úr fyrri stjórn og því mikil endurnýjun. Stjórnin er skipuð ungu fólki á aldrinum 18-35 ára sem kemur úr stéttarfélögum víðsvegar að af landinu og flestum greinum vinnumarkaðarins.

faedingarorlof

föstudagur, 23. september 2016

ASÍ og BSRB krefja stjórnvöld um breytingar á fæðingarorlofskerfinu

Til að sýna mikilvægi þess að búa við gott fæðingarorlofskerfi hvetjum við fólk til að segja sína sögu í stuttu máli á samfélagsmiðlum og merkja með myllumerkinu #betrafaedingarorlof. Markmið fæðingarorlofslaga er að börnum sé tryggð samvera við báða foreldra og að konum og körlum sé kleift að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.

föstudagur, 16. september 2016

Kosning um verkfall vélstjóra á fiskskipum

Samninganefnd VM fyrir vélstjóra á fiskiskipum hefur ákveðið að fram fari leynileg rafræn kosning um ótímabundið verkfall vélstjóra á fiskiskipum, sem hæfist kl. 23:00 þann 10. nóvember 2016, hafi kjarasamningur milli aðila ekki náðst fyrir þann tíma.