2023
Undirbúningur hafinn fyrir sjómannadaginn
Fréttir

Undirbúningur hafinn fyrir sjómannadaginn

Brim, Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð hafa hafið undirbúning að hátíðahöldum í Reykjavík vegna sjómannadagsins, 4. júní. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum. Samstarfssamningur vegna sjómannadagsins var undirritaður á dögunum í húsakynnum Brims á Granda. Hópurinn skoðaði einnig við það tækifæri hátæknivinnslu fyrirtækisins.

Um þrír mánuðir eru til stefnu. Áhersla verður lögð á skemmtun fyrir alla fjölskylduna, enda er um fjölskylduhátíð að ræða.

„Sjó­mannadag­ur­inn er dag­ur okk­ar allra og skip­ar hann stór­an sess meðal lands­manna. Hér áður fyrr skipti miklu fyr­ir sjó­menn að fá þenn­an dag, enda eru þeir oft fjarri heima­hög­um þegar flest­ir eiga frí. Sjó­mönn­um finnst líka mik­il upp­hefð að eiga sér­stak­an dag og geta kynnt líf sitt og störf fyr­ir al­menn­ingi, hvernig við nýt­um sjó­inn sem mat­arkistu og til flutn­inga svo eitt­hvað sé nefnt,“ seg­ir Arí­el Pét­urs­son, stjórn­ar­formaður Sjó­mannadags­ráðs.