Kosið um nýjan samning vélstjóra í ferðaþjónustu
Nýr kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Félags skipstjórnarmanna og VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna vegna skipstjórnarmanna og vélstjóra á skipum og bátum fyrirtækja í ferðaþjónustu hefur verið undirritaður.
Kosning um samninginn hefst þriðjudaginn 14. maí klukkan 12:00. Kosið er á mínum síðum.
Kynningafundur verður haldinn með fjarfundi fimmtudaginn 16. maí klukkan 12:00.
Kosningin stendur yfir til mánudagsins 20. maí klukkan 12:00.