
Á þriðja tug vélvirkja fékk sveinsbréf
Á þriðja tug nýsveina í vélvirkjun fékk sveinsbréf afhent við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica, 23. apríl. Fjórar konur voru að þessu sinni á meðal nýsveina, sem er einkar gleðilegt. Fulltrúar VM afhentu sveinunum bréfin sín en nokkrir nýsveinar úr hópnum voru fjarverandi.
VM óskar vélvirkjunum til hamingju með réttindin sín en Árni Þór Jónsson var verðlaunaður fyrir bestan árangur á sveinsprófi.
Rúnar Hreinsson ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir.
- Nýsveinar í vélvirkjun
- Fjöldi nýsveina og aðstandenda var á Nordica í gær
- Veglegar veitingar voru í boði að athöfn lokinni
- Fulltrúar VM afhentu sveinsbréfin.
- Verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Árni Þór Jónsson tekur hér við gjöf frá starfsmanni VM, Guðna Gunnarssyni.