2024
Allt það helsta um nýja kjarasamninga
Fréttir

Allt það helsta um nýja kjarasamninga

Kynningarfundir vegna nýrra kjarasamninga Fagfélaganna (RSÍ, MATVÍS og VM) við Samtök atvinnulífsins verða haldnir á næstu dögum.

Fyrsti fundurinn verður haldinn á Grand hótel á morgun, þriðjudaginn 12. mars klukkan 12:00. Þessi fundur verður einnig aðgengilegur í gegn um fjarfund en félagsfólk getur nálgast hlekk á „mínum síðum“.

Glærukynningu vegna samninganna má sjá hér.

Introduction of the new Collective Wage Agreements

 

Stöðugleika- og velferðarsamningurinn

Kjarasamningur SA og VM

 

Dagskrá kynningarfunda:

  • Reykjavík – Grand hótel
    Þriðjudagur 12. mars kl. 12:00 (Fjarfundur einnig í boði)
  • Akureyri – Hof
    Miðvikudagur 13. mars kl. 12:00
  • Sauðárkrókur – Ljósheimar
    Fimmtudagur 14. mars. kl. 12:00
  • Reykjanesbær – Park inn by Radisson
    Föstudagur 15. mars kl. 12:00
  • Selfoss – Sviðið í nýja miðbænum
    Föstudagur 15. mars kl. 12:00
  • Reyðarfjörður – Tærgesen
    Mánudagur – 18. mars kl. 12:00
  • Neskaupstaður – Hildibrand hótel
    Mánudagur – 18. mars kl. 12:00
  • Egilsstaðir – Gistihúsið
    Mánudagur – 18. mars kl. 17:00

Athugið að boðið verður upp á málsverð á öllum fundunum.

Atkvæðagreiðsla hefst

Atkvæðagreiðsla um samningana hefst á morgun, þriðjudaginn 12. mars klukkan 12:30. Hún stendur yfir í rúma viku, eða til þriðjudagsins 19. mars klukkan 14:00. Kosið er á „mínum síðum“.

Launareiknivél

Hér má reikna út hvernig laun hækka miðað við nýjan samning.