2024
VM ekki búið að semja
Fréttir

VM ekki búið að semja

Sjómannasamband Íslands skrifaði í dag undir kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Í til­kynn­ingu frá Sjó­manna­sam­band­inu kem­ur fram að samn­ingaviðræður um nýj­an samn­ing hafi staðið yfir síðustu mánuði. Tekið hafi verið mið af þeim at­huga­semd­um og gagn­rýni sem komu fram í umræðum um samn­ing­inn sem var felld­ur í fyrra.

Að gefnu tilefni skal áréttað að viðræður VM og SVG við SFS hafa enn ekki verið til lykta leiddar, þegar þetta er skrifað. Aðilar vinna hörðum höndum að því að ná samkomulagi.