2024
Sumarúthlutun orlofshúsa
Fréttir

Sumarúthlutun orlofshúsa

Opið verður fyrir umsóknir um sumarúthlutun í orlofshús VM frá 22. febrúar til og með 6. mars. Sumartímabilið árið 2024 er frá 14. júní til 23. ágúst en helgarleiga er leyfð eftir það.

Úthlutað verður þann 7. mars en síðasti greiðsludagur er 13. mars. Daginn eftir, þann 14. mars klukkan 12:00, verður opnað á bókanir fyrir þá sem fengu synjun.

Vefurinn opnar aftur fyrir almennar bókanir 20. mars kl. 12:00.

Athugið að eingöngu er hægt að sækja um orlofshús/-íbúðir í gegnum orlofsvefinn. Til að skrá sig inn á félagavef þarf að nota rafræn skilríki eða íslykil. Inneign orlofspunkta ræður því hver fær bústað en öllum umsóknum verður svarað.

Við minnum á að ferðastyrkir standa ekki lengur til boða en þess í stað er hægt að kaupa ferðaávísun. Hún veitir aðgang að tugum hótela og gistiheimila á sérkjörum um allt land en einnig að gönguferðum og annarri útivist. Ferðaávísun fæst aðeins keypt á orlofsvefnum.