2023
Mótmæli tefja upphaf hvalveiða
Fréttir

Mótmæli tefja upphaf hvalveiða

Banni við hvalveiðum var aflétt um mánaðamótin og þeir leyfðar að nýju með strangari skilyrðum en áður. Ný reglugerð um hvalveiðar var kynnt fyrir helgi sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum Reglugerðin er byggð á niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar.

Til stóð að hvalveiðar myndu hefjast í dag, mánudaginn 4. september, að brælu yfirstaðinni. Þegar þetta er skrifað hafa tveir erlendir mótmælendur komið sér fyrir í möstrum hvalveiðiskipanna og neita þaðan að fara. Lögregla hefur mikinn viðbúnað á svæðinu og freistar þess að ná fólkinu – sem hefur hlekkjað sig við möstrin – niður. Það hefur ekki borið árangur.

Núverandi reglugerð um leyfi til hvalveiða rennur út um áramót.