2023
Vel heppnuð dagsferð um Snæfellsnes
Fréttir

Vel heppnuð dagsferð um Snæfellsnes

Um 50 manns tóku þátt í vel heppnaðri ferð eldri félaga VM sem farin var síðastliðinn miðvikudag, 23. ágúst 2023. Hópurinn lagði af stað á langferðabíl frá Stórhöfða um klukkan 10 um morguninn. Leiðin lá um Borgarnes þar sem gert var stutt hlé til að þátttakendur gætu rétt úr sér og létt á sér. Eftir stoppið var haldið að Langaholti hvar snæddur var hádegisverður.

Að hádegisverði loknum var förinni heitið áfram. Næsti viðkomustaður var Arnarstapi. Þar var gengið frá Gatklett að gömlu bgyggjunni á Arnarstapa. Þegar þeirri göngu var lokið var haldið að gestastofunni á Malarrifi en því næst var farið um Hellissand, Ólafsvík og til Grundarfjarðar, þar sem stoppað var stuttlega.

Að svo búnu var farið yfir Vatnaleið heim á leið. Komið var til baka að Stórhöfða klukkan rúmlega átta að kvöldlagi, eftir afar vel heppnaða og skemmtilega ferð í frábæru veðri.

Mikil ánægja var með ferðina en þegar hefur verið hafist handa við að leggja drög að ferð næsta árs.

VM þakkar þátttakendum kærlega fyrir samveruna. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni.

Flottur hópur1

Image 84 of 87

Flottur hópur1