2023
Kjararáðstefna VM 2023
Fréttir

Kjararáðstefna VM 2023

Kjararáðstefna VM verður haldin á Grand Hótel dagana 29. og 30. september 2023. Á dagskrá er kynning á nýrri kjarakönnun félagsmanna, pallborðsumræður, umfjöllun um áskoranir í kjaramálum ólíkra geira innan félagsins og hópavinna, svo eitthvað sé nefnt.

Skipulag
Ráðstefnan stendur yfir frá klukkan 13:00 til 19:30 á föstudeginum en frá klukkan 09:00 til 15:00 á laugardeginum. Þátttakendum verður boðið upp á hádegisverð og aðrar veitingar á meðan þingi stendur. Á laugardagskvöldið verður svo boðið upp á fordrykk, kvöldverð og ball. Þeir sem gista eftir ballið geta snætt morgunverð á sunnudeginum.

Þátttakendur sem mæta á ráðstefnuna og eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins eiga rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar. Gisting á hótelinu stendur félagsfólki til boða eins og húsrúm leyfir.