2023
Nýr gagnavefur gjörbyltir upplýsingagjöf
Fréttir

Nýr gagnavefur gjörbyltir upplýsingagjöf

Fiskistofa hefur opnað nýjan og afar gagnlegan vef um framvindu veiða í íslenskri lögsögu. Vinna við vefinn hefur að sögn stofnunarinnar staðið yfir lengi. Fram kemur í frétt á vef Fiskistofu að á síðunum sé leitast til að birta gögn Fiskistofu með aðgengilegum og skýrum hætti þannig að auðvelt verði að sækja gögn til að búa til skýrslur eða vinna áfram. Hægt er að fara inn á gagnasíðurnar á forsíðu vefs Fiskistofu.

Óhætt er að segja að vefurinn bylti upplýsingagjöf stofnunarinnar til almennings og útgerða.

„Gagnasíðurnar eru enn í þróun og mun Fiskitstofa leitast við að auka þjónustu við notendur með því að auka birtingu gagna á næstu misserum. Fiskistofa vonar að nýjar gagnasíður verði notendun til gagns og gamans. Allar ábendingar um það sem vel er gert eða betur má fara má senda á fiskistofa@fiskistofa.is.”