2023
Nýtt kerfi fyrir skipaskrá og lögskráningar
Fréttir

Nýtt kerfi fyrir skipaskrá og lögskráningar

Þann 15. maí 2023 verður nýtt tölvukerfi fyrir skipaskrá og lögskráningar sjómanna tekið í notkun hjá Samgöngustofu. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar. Notendum býðst að prófa kerfið dagana 6.-11. maí. Nýja kerfið, Skútan, leysir af hólmi gömul tölvukerfi sem tekin voru í notkun árið 2002 og tvö tölvukerfi sem tekin voru í notkun árið 2010 þegar opnað var fyrir rafæna lögskráningu útgerða og skipstjóra.

Með þessu nýja tölvukerfi verður viðmótið notendavænna og auðveldari verður að viðhalda og uppfæra það og vinna ýmsar tölfræðiupplýsingar. Jafnframt skapast möguleiki á að sjómenn geti í framtíðinni m.a. nálgast upplýsingar á island.is um sín atvinnuskírteini og siglingatíma og að menn fái hnipp ef gildistíma skírteina eða öryggisfræðslu er að renna út.

Nánari upplýsingar má finna hér.